Víkingaöld - Árin 800-1050

– 37 – Rúnir Fólk á víkingaöld kunni ekki að lesa og skrifa á sama hátt og við. Það notaði rúnaletur. Í því voru 16 stafir. Rúnirnar eru allar myndaðar með beinum strikum sem auðvelt var að rista í tré, horn eða steina. Fólk risti rúnir í svipuðum tilgangi og við skrifum orð en rúnaletrið hafði líka aðra merkingu. Hver rún táknaði ekki aðeins eitthvert hljóð heldur bjó hún yfir sérstökum krafti. Rúnaristur voru oft tengdar göldrum eða einhverju öðru yfirnáttúrlegu og með þeim reyndi fólk að hafa áhrif á forlög og að sjá inn í framtíðina. Hávamál (brot) Vita skaltu, ef vin átt sem vel þú treystir og hafa vilt gott af honum: Við hann skal blanda geði , á gjöfum skiptast, fara að finna hann oft. Þveginn og mettur til þings skal ríða þótt vönduð klæði vanti. Fyrir skó eða buxur skammist sín enginn né heldur þótt hrossið sé hálfgerð trunta . Valdi sínu vitur maður beitir best í hófi. Hann finnur það er með fræknum kemur að enginn er snjallastur allra. Haltur ríður hrossi handlama rekur hjörð, heyrnarlaus vegur með vopnum. Blindur er betri en brenndur sá dauði dugar engum. Deyr fé deyja frændur, á sama hátt dey ég sjálfur. En orðstír deyr aldrei sem menn hafa getið sér góðan. f u þ a r k h n i a s t b l m r

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=