Víkingaöld - Árin 800-1050
– 35 – Völvur og örlagatrú Völuspá er ævafornt ljóð. Það er haft eftir völvu og rekur sögu heimsins frá upphafi og allt til enda. Það var sungið öld eftir öld, kynslóð fram af kynslóð. Loks var það skrifað á handrit um árið 1270. Í samfélögum norrænna manna voru völvur og seiðkonur. Við sérstakar athafnir sáu þessar konur fortíð og framtíð og örlög manna. Þær voru líka kallaðar vísindakonur, sagðar fjölkunnugar og þær stunduðu lækningar. Heiðnir menn báru virðingu fyrir völvum og gáfu þeim gjafir. Þegar völv- ur dóu voru þær grafnar með ýmsum verðmætum. Enn eru víða þekkt völvuleiði og á þeim átrúnaður. Þegar kristni ruddi sér til rúms ömuðust kristnir menn við völvunum og jafnvel ofsóttu þær. Völvur gátu séð framtíðina vegna þess að hún hafði þegar verið ákveðin af örlaganornum. Menn trúðu því að örlög yrðu ekki umflúin. Ef örlögin ætluðu manni langt líf þurfti hann ekki að óttast að hann yrði drepinn í bardaga. Málsháttur Ekki verður feigum forðað né ófeigum í hel komið. Þessi málsháttur er stundum enn notaður. Skilur þú hann? Hvaðan gæti hann verið upprunninn? Völuspá (brot) Sólin sortnar , sígur jörð í haf, bjartar stjörnur blikna á himni. Eldur leikur um askinn mikla háir logar hita himin sjálfan. Upp sé ég koma öðru sinni jörð úr ægi iðjagræna . Falla fossa r flýgur örn yfir, sá sem fiska á fjalli veiðir. Að rjóða Taktu eftir að þegar blóð fórnardýrs var borið á um- hverfið var talað um að rjóða því. Hvers vegna? Hvernig urðu hlutirnir á litinn?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=