Víkingaöld - Árin 800-1050

– 34 – Áheit og blót Fólk hét á goð og sumar vættir. Það talaði við verurnar, gaf þeim gjafir og bað þær um eitthvað í staðinn, til dæmis gott veður, góða uppskeru eða sigur í bardaga. Ef mikið lá við var goðum eða vættum blótað. Þá var farið með dýr, til dæmis naut, á blótstað. Þar var dýrinu slátrað og blóði þess safnað í hlautbolla . Blóðinu (hlautinu) var rjóðað á þátttakendur og umhverfið til að helga staðinn. Síðan var kjötið steikt og það étið eða það var látið hanga áfram á staðnum. Blótstaðir voru oft úti í náttúrunni, skógarlundir, fossar, klettar eða hólar. Líka voru byggð hof heima við bæi. Hofin voru helguð einhverju goði og þar voru oft líkneski eða myndir af því. Blót voru flóknar athafnir og var stjórnað af hofgyðjum og goðum. Menn leituðust við að ná sambandi við þær voldugu verur sem mörgu stjórnuðu og gera þær hliðhollar sér. Oft reyndu menn líka að sjá og skynja hvað framtíðin bæri í skauti sér. Flest í samskiptum fólks við goð og vættir vitum við lítið um. Lýsingar á þeim voru skrifaðar löngu eftir að heiðinn siður var aflagður og þá af kristnum mönnum. Þeir skildu oft illa athafnir og hugsanir heiðins fólks og hneyksluðust á þeim. Völuspá (brot) Hlustið öll, háir , lágir, ungir , gamlir, allar þjóðir. Að ósk þinni, Óðinn , ég ætla að þylja frásögur fornar , það fyrsta sem ég man. Upp komu úr brunni undan trénu þrjár fróðar nornir : Nútíð Verðandi, framtíð Skuld, fortíð Urður. Þær ristu rúnir , settu lög , lífi stýrðu, öllum mönnum örlög völdu. Gömul ljóð endurort Völuspá og Hávamál eru æva- forn ljóð. Þórarinn Eldjárn hefur breytt orðalagi þeirra örlítið til að gera merkinguna skiljanlegri fyrir nútímafólk. Hér eru nokkrar vísur úr hans útgáfu af ljóðunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=