Víkingaöld - Árin 800-1050

– 33 – Goð Óðinn var æðstur goða og mest dýrkaður af hermönn- um og skáldum. Hann var sífellt að afla sér þekkingar, visku og fjölkynngi til að sjá fyrir örlög og óorðna at- burði en varð þó aldrei almáttugur. Hann bjó við mikinn gleðskap í Valhöll ásamt þeim mönnum sem féllu í bar- dögum. Frigg var kona Óðins og æðst gyðja, nátengd Jörðinni eða jafnvel Jörðin sjálf. Þór var sonur Óðins og Jarðar. Hann var þrumuguð, sterkastur goða og verndari bæði goða og manna. Önnur goð og gyðjur voru fjöl- mörg svo sem Baldur, Freyr, Freyja, Njörður, Týr, Heim- dallur, Ægir, Rán og Gefjun. Ekki má gleyma Loka sem var af ætt jötna og gerði mikinn óskunda í Goðheimum. Fjölmargar sögur eru af goðunum og samskiptum þeirra hvert við annað, jötna og menn. Orð Athugaðu hvað orðin goð og goði eru lík. Goð voru Óðinn, Frigg, Þór, Freyja og öll hin goðin og gyðjurnar. Goði var höfðingi yfir goðorði en goðorð var ákveðinn hópur bænda sem fylgdi goðanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=