Víkingaöld - Árin 800-1050

– 32 – Trúarbrögð Samfélögum fólks fylgja helgisagnir. Þær segja oft frá því hvernig heim- urinn varð til og frá verum sem eru mönnum æðri og voldugri, setja fólki reglur og geta ráðið um líf þess. Nú á tímum þekkja milljónir manna helgisagnir af Jesú og Múhameð. Þær boða trú á einn guð sem kveður á um hvað sé rétt og rangt. Aðrar og ævafornar helgisagnir boðuðu trú á marga guði og máttugar verur. Þannig voru helgisagnir norrænna manna á víkingaöld. Þær sögðu frá mörgum vættum , goðum og gyðjum. Sagt er að fólkið hafi verið heiðið. Vættir Menn töldu Jörðina lifandi, ævagamla og máttuga. Frá henni komu allar lífverur og til hennar fóru þær þegar þær dóu. Landvættir bjuggu í landinu og vörðu það. Þær gátu birst sem ýmiss konar verur. Vegna land- vættanna var bannað með lögum að sigla til Íslands á víkingaskipi með drekahöfði. Þeir sem það gerðu urðu að taka höfuðið af skipinu þegar þeir komu í landsýn til að ógna ekki landvættunum. Jötnar voru stórir, sterkir og ljótir og óvinir goða og manna. Þeir bjuggu í jötunheimum langt utan mannabyggða. Dvergar bjuggu í klettum, þekktir fyrir að eiga gull og gersemar og vera listasmiðir. Álfar bjuggu í álf- heimum eða í hólum og steinum. Dísir voru kven- vættir, svo sem fylgjur og hamingjur, sem komu til allra barna við fæðingu og fylgdu þeim ævina á enda. Hamingjur voru alltaf í konulíki en fylgjur gátu verið í dýrslíkama. Valkyrjur fylgdu Óðni og höfðu ákveðnu hlutverki að gegna í goðheimum en sumum mönnum fylgdu líka valkyrjur. Þær gátu riðið yfir lönd og höf og hjálpað þeim sem þær fylgdu ef mikið lá við. Voldugastar vætta voru þó nornir, ekki síst örlaganornirnar þrjár, Urður, Verð- andi og Skuld. Þær sköpuðu örlög heimsins, goða og manna. Því sem þær ákváðu gat enginn breytt. Þórslíkneski. Það fannst við Eyja- fjörð á 19. öld og er talið vera frá um 1000.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=