Víkingaöld - Árin 800-1050

– 31 – Goðaveldi og Alþingi Á Íslandi voru í fyrstu 36 goðorð, öll jafn rétthá. Yfir hverju þeirra var höfðingi, goði. Bændur voru þeir sem áttu búfé og aðgang að landi. Allir bændur völdu sér goðorð. Flestir völdu að fylgja þeim goða sem næstur bjó en þeir þurftu þess ekki og gátu skipt um goðorð ef þeir vildu. Bændur unnu fyrir sinn goða og fylgdu honum í vígaferlum . Hver goði boðaði bændur sína til þings heima í héraði á vorin. Þar voru mál rædd, ákvarðanir teknar og þeir bændur valdir sem færu með goðanum til Alþingis um sumarið. Í þá ferð fóru aðeins vel efnum búnir bændur. Til Alþingis urðu allir goðar landsins að koma með þingmenn sína og dvelja þar í tvær vikur við þing- störf. Þegar þingmenn komu aftur heim í hérað var haldið haustþing. Þá fengu þeir sem ekki fóru til Alþingis að heyra hvað þar átti sér stað. Alþingi Íslendinga var haldið á Þingvöllum á bjartasta tíma ársins. Það hófst með helgiathöfn sem allsherjargoði stýrði, hann helgaði þingið og lýsti griðum innan þingmarka. Þá sagði lög- sögumaður upp lögin en hann stjórnaði þing- störfum. Í lögréttu sátu allir goðar landsins, hver þeirra með tvo bændur með sér. Lögrétta skýrði lögin, ef þau voru óljós og menn greindi á, og gat líka breytt þeim. Loks voru fjórir fjórðungs- dómar, einn fyrir hvern landshluta. Þar voru mál sótt og varin og menn sakfelldir eða sýknaðir. Fimmtardómur kom síðar og var nokkurs konar hæstiréttur. Konur, fátækir karlar, vinnumenn og þrælar höfðu ekki sömu réttindi og bændur. Allt þetta fólk tilheyrði sjálfkrafa sama goðorði og hús- bændur þess. Þessi meiri hluti þjóðarinnar fékk hvorki að hafa bein áhrif á stjórn landsins né taka þátt í ákvörðunum á þingum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=