Víkingaöld - Árin 800-1050
– 30 – Þinghald Þing voru mikilvægur þáttur í samfélögum nor- rænna manna. Þing voru haldin á ákveðnum stað undir berum himni að minnsta kosti einu sinni á ári. Á þingunum voru lög landsins sögð upp og áréttuð . Lögin voru ekki samin og skrifuð niður heldur mótuðust þau í samfélaginu í samræmi við hefðir og réttlætiskennd . Á þingum var líka réttur eða dómur sem skyldi jafna deilur manna og dæma fyrir glæpi. Frá Þórsnesi í nágrenni Stykkishólms. Þar er talið að Þórsnesþing hafi verið haldið til forna. Bærinn heitir Þingvellir. Myndin er teiknuð af Daniel Bruun árið 1898. Þingin voru mannmargar samkomur. Þingmenn komu með fjölskyldur sínar og vinnufólk. Þangað komu líka kaupmenn, handverksfólk og skemmti- kraftar og fjölmargt fólk kom til að sýna sig og sjá aðra. Þegar nokkur hópur landnema var kominn til Íslands hófst þinghald. Íslensku þingin voru mótuð eftir þeim þingum sem þekktust í öðrum norrænum samfélögum. Fyrirkomulag þinghalds á Íslandi gefur vísbendingu um hvernig norræn þing voru almennt.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=