Víkingaöld - Árin 800-1050

– 29 – Landris Níðþungur jökull ísaldar þrýsti jarðskorpunni niður. Þegar hann bráðnaði reis landið smátt og smátt. Þegar landið hækkaði gátu strandsvæði færst inn á land. Ambátt Stundum er þess getið í Íslend- ingasögum að Íslendingar hafi farið til að versla á mörkuðum í útlöndum. Manstu eftir einum sem keypti sér ambátt sem síðar varð fræg kona á Íslandi? Kaupangur var þekktur verslunarstaður við Óslóar- fjörð. Þar voru fyrst og fremst viðskipti við Vestur- Evrópu. Birka byggðist á eyju úti í Leginum, stóru stöðuvatni í Mið-Svíþjóð. Í Birka birgðu víkingar og kaupmenn sig upp af skinnum, þrælum og öðru vel seljanlegu áður en þeir fóru í Austurveg. Til baka komu þeir með skrautmuni, skartklæði, silfur og fleira. Bæði Kaupangur og Birka lögðust af. Hugsanlega var það að hluta til vegna þess að landið var enn að rísa eftir að jökull ísaldar bráðnaði. Við það versnuðu hafnir bæjanna. Stærsti og mikilvægasti kaupstaður Norðurlanda á þessum tíma var Heiðabær. Hann var syðst á Jótlandi, á mörkum Norðurlanda og Vestur-Evrópu. Þangað komu kaupmenn víðs vegar að með alls kyns varning. Þrátt fyrir að hans væri vel gætt var ráðist á hann og hann eyðilagður um 1050.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=