Víkingaöld - Árin 800-1050

– 25 – Á stjörnubjörtum nóttum var miðað við Pólstjörnuna og hún kölluð leiðarstjarna. Leiðsagnar hennar naut þó ekki á björt- um sumarnóttum. Á vorin tóku ýmsir landfuglar í Evrópu sig upp og flugu í flokk- um norður yfir opið hafið. Þeir hlutu að stefna að landi sem þar leyndist. Glöggir fuglaskoðarar gátu tekið mið af flugi fugla og látið þá vísa sér leið að landi. Þoka og slæm veður voru helstu óvinir sæfarenda. Þeir gátu þá lent í hafvillum svo að erfitt var að finna aftur rétta leið. Eða skip þeirra fórust og þeir komu aldrei aftur fram. Stundum urðu villur til þess að fólk fann ókunn lönd. Þannig fundust líklega ný lönd í vestri og norðri, Færeyjar, Ísland, Grænland og Ameríka. Á dimmum nóttum blika óteljandi stjörnur á himni. Langt er síðan fólk fór að ímynda sér línur á milli stjarnanna sem mynduðu þá nokkurs konar myndir á himninum, kallaðar stjörnu- merki. Stjörnumerkjunum og björtustu stjörnunum voru gefin nöfn. Pólstjarnan er mjög langt í burtu og skín alltaf í norðri. Vegna snúnings Jarðar um ás sinn virðist stjörnuhiminninn snúast um Pólstjörnuna. Stjörnumerkið Karlsvagninn er hluti af Stóra-Birni og minnir á skaftpott á baki björns. Skaftið fer upp hálsinn á birninum en hin hliðin á pottinum er á miðju baki hans. Á þeirri hlið eru tvær bjartar stjörnur. Ef hugsuð lína er dregin í gegnum þær og áfram upp á himininn þá vísar línan á Pólstjörnuna. Horfðu upp í himininn á dimmu kvöldi eða morgni og leitaðu uppi Pólstjörnuna. Hugsaðu þér beina línu frá henni og þangað sem styst er niður á sjóndeildarhring. Þar er hánorður. Stjörnumerki og Pólstjarnan

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=