Víkingaöld - Árin 800-1050

– 24 – Að rata á landi og sjó Kaupmenn og víkingar reru um ár Evrópu næstum eins og nú- tímafólk ekur um vegi. Þeir þekktu leiðirnar af kennileitum og landslagi. Fólk sem sigldi með löndum þekkti strandirnar og vissi oftast hvar það var. Eins rataði það þegar siglt var þar sem sá á milli eyja og landa. Á úthafi varð að nota aðrar aðferðir. Fólk þurfti að þekkja átt- irnar og vita í hvaða stefnu ætti að fara. Fylgst var með sólar- ganginum allt árið um kring, hvar sólin kom upp, hve hátt hún reis og hvar hún settist. Sólargangurinn sýndi höfuðáttirnar og það hve hátt hún fór gaf til kynna hve norðarlega skipið var. Á sama tíma fer sólin því hærra sem farið er sunnar. Ef við erum stödd í Reykjavík og horfum upp til Pólstjörn- unnar þá er hún 62 gráður yfir sjóndeildarhringnum sem er það sama og breiddargráða Reykjavíkur. Ef siglt er undir sama horni þá er siglt eftir breiddarbaug.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=