Víkingaöld - Árin 800-1050

– 23 – Voru Íslendingar víkingar? Menn sem fluttu til Íslands voru ekki víkingar heldur bændur. Þeir komu til Íslands til að leita sér að jarðnæði og setjast að. Fólk helgaði sér land með sérstökum reglum en ekki hernaði. Sagt er að karlar hafi mátt helga sér það land sem þeir gátu gengið umhverfis frá sólrisi til sólarlags og kveikt elda svo þétt að alltaf sæist til næsta elds. Konur hafi hins vegar mátt nema það land sem þær gátu teymt kvígu um- hverfis á einum vordegi. Frá Íslandi var heldur ekki farið í skipulagðar víkingaferðir. Líklega voru þó sumir karlanna fyrrverandi víkingar. Úr Egils sögu Í Egils sögu segir að þegar Egill var sex ára hafi hann drepið tíu eða ellefu ára gamlan strák sem hann var að leika sér við. Mamma hans sagði þá að hann væri víkingsefni. Um þetta orti Egill: Það mælti mín móðir að mér skyldi kaupa fley ok fagrar árar, fara á brott með víkingum, standa upp í stafni, stýra dýrum knerri, halda svo til hafnar, höggva mann og annan. Þegar Egill var fullorðinn tók hann þátt í víkingaferðum í Austurveg og bardögum í Bret- landi. Lengst af var hann þó bóndi í Borgarfirði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=