Víkingaöld - Árin 800-1050

– 22 – Vopn víkinga og búnaður Vopn víkinga voru sverð, axir, spjót og bogar. Sverð voru tvíeggja og borin í slíðri sem var fest við belti eða axlaról. Axir og sverð voru oft ríkulega skreytt og báru nöfn. Spjót voru úr járni eða þau voru járnoddur á tréstöng sem bæði var hægt að stinga með og kasta. Bogar voru einu skotvopnin. Víkingar vörðust með kringlóttum tréskjöldum. Á miðju þeirra var kúpt skjaldarbóla úr málmi og bak við hana handfang. Flestir víkingar voru líklega með hjálma og nokkrir í hringabrynjum. Þær voru búnar til úr málmhringjum sem voru fléttaðir saman. Líklega hafa hjálmarnir oft verið úr leðri því að fáir hafa fund- ist. Í vopn og verjur þurfti mikið járn. Mikinn tíma tók að vinna járnið úr mýrum og síðan að smíða úr því. Á blaðsíðu 44 í þessari bók er sagt frá járnvinnslu. Orðið víkingur Á íslensku þýðir orðið víkingur sjóræn- ingi. Sagt var að menn færu í víking þegar þeir sigldu í ránsferðir. Á erlendum mál- um er orðið víkingur (viking) nú notað yfir allt norrænt fólk á víkingaöld, konur, börn og karla sem aldrei gerðu annað en að hugsa um bú sín heima. Í þessari bók er íslensk málhefð höfð í heiðri. Hjálmar víkinga Hjálmar víkinga voru ekki með horn. Sú hugmynd er líklega frá þeim sem urðu fyrir árásum víkinga. Djöfullinn sjálfur var oft teiknaður með horn. Víkingar báru sverð, exi, spjót og skjöld. Eftirlíking af víkingahjálmi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=