Víkingaöld - Árin 800-1050
– 20 – Bretlandseyjar Víkingar frá Noregi hófu hernað á Bretlandi og síðar réðust Danir á Suður-England. Á 8. öld komu Norðmenn sér fyrir á Orkneyjum. Þaðan skipulögðu þeir eina fyrstu víkinga- árásina árið 793. Hún var á frægt klaustur á Eyjunni helgu (Lindisfarne) við Norðaustur- England. Víkingarnir drápu varnarlausa munka, eða tóku þá til fanga, og stálu verð- mætum. Á næstu árum náðu víkingar yfirráðum yfir Írlandshafi og herjuðu á kirkjur og klaustur á ströndum Írlands og Bretlands. Fyrst voru þetta stutt áhlaup nokkurra manna á sumrin. Þeir sigldu hraðskreiðum skipum sínum að landi, börðust, drápu og rændu og létu sig svo hverfa. Nokkrum áratugum síðar fóru víkingar að koma í miklum herjum á fjölda skipa og höfðu vetursetu . Loks um árið 865 fóru þeir að hernema landið og setjast þar að. Á tímabili réðu víkingar yfir næstum öllu Englandi. Einnig lögðu þeir undir sig Dyflinni og aðrar borgir á Írlandi. Heimamenn reyndu að berjast á móti til að koma víkingum á brott og á ýmsu gekk. Einnig reyndi Englandskonungur að kaupa sér frið en þá gengu víkingar á lagið og heimtuðu stöðugt meira fé af kóngi. Tvær síðustu árásir norrænna manna á England voru árið 1066. Í þeirri fyrri réðist Noregskonungur með her sinn á landið en var sigraður og felldur af her Englandskonungs. Seinni inn- rásin var gerð af norrænum mönnum frá Normandí undir stjórn afkomenda Hrólfs. Þeir höfðu sigur, felldu konung Englands og tóku völdin í landinu. Ártölin 793 og 1066 eru stundum talin afmarka víkingaöld. Kastalinn á Eyjunni helgu, Lindisfarne.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=