Víkingaöld - Árin 800-1050

– 18 – Vestur-Evrópa Danskir víkingar sigldu suður með ströndum Evrópu. Þeir komu sér fyrir á eyjum úti fyrir ströndinni. Þaðan fóru þeir í ránsferðir um ár eins og Saxelfi, Rín, Signu og Leiru og réðust á borgir og byggðir inni í landi. Árið 845 sigldu víkingar upp Signu til Par- ísar á um 120 skipum. Sagt er að konungur landsins hafi borgað þeim um þrjú tonn af silfri fyrir að fara. Árið 885 komu þeir aftur, á um 700 skipum, vel undir það búnir að dvelja lengi. Borgar- búar voru líka undirbúnir. Þeir höfðu byggt brýr yfir ár og reist virki um borgina. Þaðan gátu þeir varist og gert gagnárásir . Bar- áttan stóð í heilt ár. Þá var víkingum aftur borgað með vistum og silfri fyrir að fara. Árið 911 samdi konungur Frakklands við víkinginn Hrólf og menn hans að þeir fengju svæðið umhverfis ósa Signu með því skilyrði að þeir verðu landið fyrir árásum annarra víkinga. Þetta gekk eftir. Svæðið var kallað Normandí og fólkið sem þar bjó upp frá þessu Normannar. Raf Fyrir milljónum ára uxu við Eystrasalt barrtré sem nú eru útdauð. Þau gáfu frá sér sérstaka viðarkvoðu . Þegar hún stein- gerðist varð hún hörð, gegnsæ og rauðgullin og kölluð raf. Raf hefur lengi verið vinsælt í skart- gripi. Stundum festust skordýr í kvoðunni þegar hún var enn fljótandi, steingerðust með henni og sjást þar enn. Norrænir menn gátu skipt á rafperlum og perlum úr öðrum efnum sem ekki fundust í þeirra heima- löndum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=