Víkingaöld - Árin 800-1050
– 16 – Víkingar herjuðu víðs vegar Víkingar í Austurvegi og Garðaríki N orrænir menn sigldu austur yfir Eystrasalt og upp fljót sem þar renna til sjávar. Það var kallað að fara í Austurveg. Þeir komust um ár og vötn allt til Svartahafs og yfir það til borgarinnar Konstantínópel. Þeir kölluðu borgina Miklagarð. Hún heitir nú Istanbúl. Í Miklagarði réð keisari. Hann sóttist eftir að fá norræna menn sem lífverði. Þeir voru kallaðir væringjar. Norrænir menn sigldu líka eftir ánni Volgu og allt til Kaspíhafs. Þeir komust á versl- unarleiðir sem lágu á milli Austurlanda og Evrópu. Þar gátu þeir selt afurðir frá heimahögum, svo sem loðfeldi, tennur úr rostung- um og hvölum og þræla. Í staðinn keyptu þeir silki, silfur og perlur. Í Austurvegi stofnuðu norrænir menn Garðaríki. Því var í fyrstu stýrt frá borginni Hólmgarði og síðar frá Kænugarði. Þessar borgir heita nú Novgorod og Kiev. Geturðu fundið þær í kortabókinni þinni? teikning víkingar sigla yfir ár og fljót Tungumál Í austurhluta Evrópu bjuggu Slavar. Á tungumáli þeirra þýddi orðið rus ræðari. Nor- rænu kaupmennirnir og víkingarnir sem komu róandi eftir ánum voru því kallaðir rússar. Seinna var farið að kalla alla íbúa landsins Rússa. Norrænir menn rændu Slövum á ferð sinni, hnepptu fólkið í ánauð og seldu það sem þræla. Þekkirðu ensku og dönsku orðin yfir þræl?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=