Víkingaöld - Árin 800-1050
– 15 – Siglingar um sjó og lönd Eftir því sem skipin urðu betri, og fólk flinkara að sigla þeim, því lengra var hægt að komast að heiman. Í fyrstu voru ferðir norrænna manna verslunarferðir en síðar víkingaferðir til hernaðar og rána. Loks fóru þeir í landkönnunarferðir og námu ný lönd þar sem þeir settust að með fjölskyldur sínar og búfénað. Hvers vegna lögðust menn í víking? Ekki er alveg vitað hvers vegna norrænir menn þustu allt í einu til ann- arra landa til að versla eða ræna, drepa og rupla eða setjast að. Nokkrar ástæður eru nefndar. Ásókn í auð og völd. Þeir sem fóru í víking og verslunarferðir komu oft ríkir til baka með verðmæta hluti og þræla. Gróðinn skapaði þeim völd og virðingu og kom undir þá fótunum í búskapnum heima fyrir. Landþrengsli. Norrænu fólki fjölgaði. Sumum fannst þeir ekki hafa nægilegt rými til búskapar, t.d. í Noregi. Þar er víða lítið undirlendi undir bröttum fjallshlíðum við djúpa firði. Ef aðeins elsti sonur bónda erfði jörðina, hvað gátu þá yngri systkini hans gert? Ráðríkir konungar. Sums staðar voru ráðríkir menn og ríkir farnir að leggja undir sig landsvæði, kalla sig konunga og heimta skatt af því fólki sem þar bjó. Mörgum mislíkaði þetta svo að þeir fluttu burt.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=