Víkingaöld - Árin 800-1050

– 13 – Víkingaskip voru með há stefni sem klufu bylgjur og vörðu skipin fyrir þeim. Á trjónum voru oft drekahöf- uð, útskorin af sérstöku handverks- fólki. Þau áttu að vernda skipin og hræða óvini. Skipin voru 20–23 metra löng og 3–5½ metra breið, smíðuð úr eik og furu. Oft voru þau skreytt með alls kyns útskurði. Á síðum skipanna voru göt sem árum var stungið út um þegar skipunum var róið en þegar þeim var siglt var götunum lokað með litlum hlerum. Stýri skipanna var stór ár aftarlega við hægri hlið þeirra ( stjórnborðsmegin á skutnum ). Áhöfnin geymdi persónulega muni sína í kistum og á þeim sátu menn við róðurinn. Utan á skipin voru bundnir skildir sem skipverjar vörðu sig með í bar- dögum. Meðalhraði langskipa var um 14 km á klukkustund en í góðum byr gátu þau farið 20–30 km á klukkustund. Knerrir náðu ekki eins miklum hraða, fóru kannski að meðaltali um 12 km á klukkustund. Siglingatími á milli Noregs og Íslands gat verið um þrír og hálfur sólarhringur í góðum byr . Íslendingur er endurgert víkingaskip.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=