Víkingaöld - Árin 800-1050

– 12 – Víkingaskip Þekktustu skip norrænna manna voru langskip og knerrir. Báðar gerðir voru með eitt ferhyrnt segl. Langskip voru löng og lág og þeim var bæði siglt og róið. Þau ristu grunnt svo að auðvelt var að sigla þeim upp í fjörur. Þeim var líka hægt að róa upp eftir ám og jafnvel draga þau og bera yfir farartálma á landi. Á langskipum mátti því komast langt inn í heimsálfur. Þau voru herskip víkinga. Knörr var hærri, breiðari og þyngri en langskip og var venjulega ekki róið. Knerrir voru notaðir til siglinga á úthöfum og til vöruflutninga. Vel þurfti að velja timbur í víkingaskip og vanda smíðina. Hver spýta varð að vera með rétta lögun á réttum stað til að skipið héldi styrk sínum og sveigjanleika í ólgusjóum . Seglið þurfti að þola alls kyns veður og þenjast hæfilega í vindi svo að skipið næði góðum hraða og auðvelt væri að stýra því. Án skipanna hefði ekki orðið nein víkingaöld. Til að byggja flota skipa þurftu menn að hafa yfir að ráða skóglendi sem gaf af sér timbur, hjarðir kinda sem gáfu af sér ull í seglin, mikinn fjölda góðra skipasmiða og tóvinnu- fólks til að rýja féð og vinna seglin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=