Víkingaöld - Árin 800-1050
– 11 – Skip í haugum Nálægt Óslófirði hafa fundist þrjú víkingaskip. Tvö þeirra voru fullbúin siglingaskip frá því um 900. Í báðum hafði verið grafinn vel útbúinn karlmaður. Stærra skipið fannst við Gauksstaði og sá sem þar lá var með hesta, hunda, páfugl, báta, klæði úr ull og silki, rúm, sleða, skildi og bolla. Þriðja skipið er næstum 100 árum eldra, skrautlegra og að ýmsu leyti ólíkt hinum. Kannski var það notað til strandsiglinga og skemmtiferða. Í grafhýsi á skipinu hafði verið búið um tvær konur. Talið er að önnur hafi verið drottning eða hofgyðja og hin þerna hennar. Í haug þeirra voru sleði, vagn, rúm, stóll, kistlar , lampar, sængur, koddar, eldhúsáhöld, gripir til hannyrða og vefnaðar, föt, skór, reipi, axir, hnífar, matarleifar og fleira. Skipin þrjú og hlutirnir eru varðveitt á Bygdö-safninu við Ósló. Árið 1935 fannst skip í haugi á Fjóni í Danmörku. Þar lá karlmaður með ýmsa muni, ellefu hesta og nokkra hunda.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=