Víkingaöld - Árin 800-1050
– 10 – Seglin Ævagamalt segl fannst í Noregi og hefur verið notað sem fyrirmynd til að endurgera segl vík- ingaskipa. Seglin voru ofin úr kindaull. Kind- urnar voru af sama kyni og íslenskar kindur. Tvö tonn af ull þurfti í 85 fermetra segl. Það er ársvöxtur ullar af tvö þúsund sauðum. Aðeins var notað togið af ullinni. Spunninn var fínn þráður sem varð um 165 km langur. Þráðurinn var settur upp í vefstað og ofinn úr honum löng lengja af vaðmáli . Loks var seglið saumað úr ullarefninu. Fjórar konur kepptust við þetta verk í þrjú ár. Það tók því 12 mannár að útbúa eitt segl! Ull skiptist í tog og þel . Hvers vegna var aðeins notað togið af ullinni í segl víkingaskipa? Fundin skip Fyrir kom að voldugt fólk og ríkt væri heygt í skipum. Þá var búið um lík í skipi og settar hjá því nauðsynjar, matur, hestar og önnur dýr og hlutir sem gætu komið sér vel og tryggt þeim dauða áframhaldandi auð og völd í nýjum heimkynnum. Síðan var allt hulið leir og mold svo að mikill haugur myndaðist. Þarna lágu skip- in í um 1000 ár áður en þau fundust, voru grafin upp og reynt að varðveita þá muni sem þar voru. Úti fyrir ströndum hafa líka fundist nokkur flök skipa frá víkingaöld sem höfðu sokkið eða verið sökkt. Öll þessi gömlu skip veita miklar upplýsingar um víkinga- skip, stærð þeirra, lögun og gerð. Hlutirnir í haugunum gefa líka ýmsar vísbendingar. Hvað má ímynda sér um trú fólksins á líf eftir dauðann? Í haug hjá höfðingja á Gauksstöðum í Noregi fannst silkiefni og beinagrind af páfugli ? Hvaða vísbendingar gefur sá fundur?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=