Viðkvæm álitamál og nemendur
Tími ágreinings og nemendur Bls. 8 HVAÐ ER ÁTT VIÐ MEÐ AÐ EITTHVAÐ SÉ UMDEILT EÐA VIÐKVÆMT? S ú skilgreining sem hefur gagnast hvað best í Evrópu og er notuð í þessari handbók er að viðkvæm álitamál séu: Málefni sem vekja sterkar tilfinningar og skiptar skoðanir eru um í samfélaginu og ólíkum þjóðfélögum. ■ Álitamálin geta ýmist verið staðbundin eða hnattræn. Sem dæmi um staðbundið álitamál má nefna byggingu mosku en gróðurhúsaáhrif eru dæmi um hnattrænt álitamál. Sum álitamálin eiga sér lengri sögu eins og átök milli ólíkra trúarbragða í einstökum löndum, önnur eru mjög nýleg eins og þegar ungt fólk gengur til liðs við samtök öfgamúslima. ■ Umdeild álitamál geta einnig verið ólík eftir svæðum og tímabilum , til dæmis er í sumum löndum bannað að hafa róðukrossa sýnilega í skólum en leyft í öðrum. Einnig má nefna jafnólík atriði eins og tví- tyngt nám og höfuðföt Múhameðstrúarmanna. Næstum því hvaða málefni sem er getur orðið umdeilt og ný viðkvæm álitamál spretta stöðugt upp. HVERS VEGNA ERU VIÐKVÆM ÁLITAMÁL UMDEILT KENNSLUEFNI? V iðkvæm álitamál eru mál sem valda miklum ágreiningi um gildismat og hagsmuni og oft þrætum um fyrirliggjandi staðreyndir. Þau eru gjarnan flókin og engin auðveld lausn í sjónmáli. Þau vekja sterkar tilfinningar og hafa þá tilhneigingu að skapa eða styrkja skil á milli manna og viðhalda tor- tryggni og vantrausti. ■ Ef setja á þessi álitamál í skólanámskrá vakna alls kyns kennslufræðilegar vangaveltur , eins og til dæmis hvernig vernda eigi viðkvæma nemendur með ólíkan bakgrunn og menningu, hvernig koma megi í veg fyrir núning eða átök innan kennslustofunnar og hvernig kenna eigi umdeilt efni á hlutlausan hátt og án þess að taka gagnrýna afstöðu. Þetta vekur einnig spurningar um faglegt frelsi og hlutverk kennara varðandi hugmyndir þeirra og skoðanir. ■ Fyrir skólastjórnendur og þá sem stýra menntakerfum snýst þetta um stefnu, eins og til dæmis um hvernig styðja megi kennara til að fjalla um umdeild álitamál, hvernig efla megi umræður innan skólasamfélagsins til dæmis gegnum lýðræðislegt skipulag skólastjórnunar, hvernig efla megi styðjandi skólabrag, hvernig haga beri eftirliti með því hvernig gæðum er ráðstafað og hvernig svara beri áhyggjum foreldra og annarra utan skólans. HVERNIG NÝTIST HANDBÓKIN BEST? H andbókinni er ætlað að taka á þeim erfiðleikum sem upp kunna að koma þegar fjallað er um við- kvæm álitamál í skólum, hún á bæði að geta nýst á námskeiðum fyrir kennara og sem kennsluefni. ■ Handbókinni er ætlað að hjálpa kennurum að sjá mikilvægi þess að virkja ungt fólk í umræðu um viðkvæm álitamál og efla sjálfstraust og hæfni kennara til að gera þetta að reglubundnu viðfangsefni einkum þó með því að: X X Skapa öruggt svæði , griðastað í skólastofunni þar sem nemendur geta rætt ýmis álitamál opinskátt og óhræddir. X X Nota kennsluaðferðir og leiðir sem stuðla að opinni umræðu þar sem virðing ríkir. ■ Þó ekki séu til neinar skyndilausnir og að ekki henti öll álitamál öllum aldurshópum nemenda er í handbókinni lögð áhersla á að það sé engin gild ástæða fyrir því að ekki skuli fjallað um viðkvæm álitamál í skólum heldur einmitt sterk rök fyrir því að það skuli gert.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=