Viðkvæm álitamál og nemendur

Inngangsorð Bls. 7 INNGANGSORÐ H andbókin er til notkunar á námskeiðum fyrir kennara og er ætlað að styðja við og efla umfjöllun um viðkvæm álitamál í Evrópu. E in af grundvallarforsendum lýðræðis og virðingar fyrir réttindum annarra er að geta tekið þátt í umræðum við fólk sem hefur annað gildismat en maður sjálfur. ■ Engu að síður gefst ungu fólki sjaldan tækifæri til að fjalla um viðkvæm álitamál í skólum í Evrópu vegna þess að talið er of áhættusamt að ræða í skólum um málefni sem snerta t.d. öfgaskoðanir, kynbundið ofbeldi gegn börnum eða kynvitund. Unga fólkið verður því að reiða sig á upplýsingar frá jafnöldrum og samfélagsmiðlum í stað þess að fá tækifæri til að orða áhyggjur sínar eða kynnast því hvernig öðrum líður í þessu sambandi. Þetta getur valdið togstreitu eða óvissu um mörg þeirra stóru mála sem uppi eru í samfélögum þeirra og víðar í Evrópu. Ef skólinn veitir nemendur enga aðstoð eða leiðbeinir þeim getur þá skort áreiðanlegar leiðir til að takast á við viðkvæm álitamál. ■ Handbókin er svar við ákalli um betri undirbúning fyrir kennara til að fjalla um viðkvæm álitamál, frá þeim sem móta stefnuna í ríkjum Evrópu. AF HVERJU NÚNA? Á hyggjur vegna alvarlegra ofbeldisverka og félagslegrar upplausnar í nokkrum Evrópuríkjum ásamt nýjum hugmyndum um hvernig kenna beri lýðræði og mannréttindi kalla á að fjallað sé af alvöru um viðkvæm álitamál í skólum. ■ Fyrst má nefna að uppþotin í London árið 2011, hatursglæpurinn í Noregi sama ár og Charlie Hedbo árásin í París árið 2015 hafa þrýst á allsherjar endurskoðun á hlutverki skólans í siðferðisuppeldi og borgaralegri þátttöku ungs fólks í þessum löndum og víðar í Evrópu. ■ Í öðru lagi þá hefur evrópsk stefnumótun í lýðræðis- og mannréttindafræðslu færst frá námsbókum og hugmyndfræðilegri þekkingu yfir í áherslu á þátttökunám og verkefni sem tengjast raunverulegum sam- tímaatburðum . Almennur skilningur er á því að þátttaka í lýðræðissamfélagi, virðing fyrir mannréttindum og fjölmenningarlegur skilningur lærist á áhrifaríkari hátt með því að framkvæma í stað þess að vita . Nýtt, ófyrirséð og umdeilt svið hefur því bæst við námskrár í lýðræðis- og mannréttindafræðslu. HVERS VEGNA HANDBÓK FYRIR KENNARA TIL AÐ FJALLA UMVIÐKVÆM ÁLITAMÁL

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=