Viðkvæm álitamál og nemendur

Tími ágreinings og nemendur Bls. 62 VERKEFNI 3.4: LITATRÉÐ ■ Auk endurgjafar er mikilvægt að þátttakendur fái tækifæri til að ígrunda það sem þeir hafa lært á námskeiðinu og hvað þeir þurfi að gera áður en þeir geta gert æfingar með nemendum. „Litatréð“ er ein- föld æfing til að hjálpa þátttakendum að ígrunda undirbúning sinn að loknu námskeiðinu. Markmið ■ Að gefa þátttakendum tækifæri til að ígrunda hvernig þeir eru faglega undirbúnir fyrir kennslu um viðkvæm álitamál. Hæfniviðmið ■ Að þátttakendur geti: X X Gert sér grein fyrir því sem þeir hafa lært af námskeiðinu og hvað þeir þurfi að geta til að gera æfingar með nemendum. Tími ■ 10 mínútur Gögn X X Stórt veggspjald. X X Minnismiðar, appelsínugulir, grænir og gulir. Undirbúningur ■ Teiknið tré með stórum greinum á veggspjaldið. Aðferð 1. Þátttakendur skrifa athugasemdir um það sem þeir hafa lært á mismunandi litaða minnismiða og festa á tréð. Til dæmis um hugmyndir, aðferðir og nám. X X Appelsínugulur – fyrir það sem þeir eru algjörlega tilbúnir að gera með nemendum sínum. X X Grænn – fyrir það sem þeir þurfa að vinna og íhuga betur áður en þeir gera það með nemendum. X X Gulur – fyrir það sem þeir gætu verið tilbúnir að framkvæma en langar að íhuga betur áður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=