Viðkvæm álitamál og nemendur
Verkefni með æfingum Bls. 61 VERKEFNI 3.3: ENDURGJÖF – (BLUE LETTERS) ■ Mikilvægt er að fá endurgjöf frá þátttakendum til að bæta verkefnið og þróa áfram fyrir næstu hópa . Endurgjöfin hjálpar líka þátttakendum að ígrunda það sem hæst bar í æfingunum og umræðunum en þeir fá líka tækifæri til að taka þátt í mótun verkefnisins . Umsjónarmaður námskeiðsins hittir hvern þátttakanda einslega og biður hann að segja sér og skrifa stuttan texta um reynslu sinni af æfingunum. Markmið ■ Að veita þátttakendum tækifæri til að koma reynslu sinni af námskeiðinu til leiðbeinandans. Hæfniviðmið ■ Að umsjónarmaður námskeiðsins geti X X Orðið meðvitaður um það hvernig bæta megi verkefnið fyrir næsta námskeið. ■ Að þátttakendur geti: X X Komið hugmyndum sínum um verkefnið á framfæri. Tími ■ 5 mínútur Gögn X X Blöð og skriffæri. Aðferð 1. Þátttakendur fá afhent blað og umslag. 2. Þeir skrifa stutt bréf til leiðbeinandans á námskeiðinu með spurningum sem vaknað hafa í æfingunum og öðru sem þeir vilja koma á framfæri. 3. Bréfin eru sett í umslög og afhent leiðbeinanda. 4. Leiðbeinandinn svarar bréfunummeð tölvupóstum að loknu námskeiðinu annað hvort einstaklingslega eða sendir svör við svipuðum spurningum til allra. Tillaga Ef tími vinnst til gæti verið gagnlegt fyrir leiðbeinandann að opna nokkur umslög, lesa spurningar og svara þeim.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=