Viðkvæm álitamál og nemendur

Tími ágreinings og nemendur Bls. 58 3. HLUTI: ÍGRUNDUN OG MAT HVAÐ SVO? ■ Í þriðja hlutanum hefja þátttakendur undirbúning og skipuleggja hvað þeir ætli að gera þegar þeir snúa aftur í skólann. Þeir rifja upp rökin fyrir því að fjallað skuli um viðkvæm álitamál í skólum og íhuga markmið kennslu og náms á þessu sviði. Að lokum ígrunda þeir námskeiðið í heild sinni og hvaða áhrif það muni hafa á starfsþróun þeirra og kennsluaðferðir . VERKEFNI 3.1: SNJÓBOLTINN ■ Þegar viðkvæm álitamál eru tekin til kennslu er nemendum ekki einungis gefið tækifæri til að segja hug sinn allan við öruggar aðstæður. Inntakið snýr nefnilega fyrst og fremst að námi þeirra – nemendur læra um hagsmunaárekstra og ágreining um gildismat og hvernig leita megi lausna. Eins og í öllu öðru námi fara framkvæmd og kennsluhættir eftir því hvert markmiðið með náminu er. Í þessari æfingu eiga þátttakendur að ígrunda markmið með kennslu um viðkvæm álitamál, það er að segja hvaða hæfni- viðmiðum nemendum er ætlað að ná og nota til þess aðferð sem kölluð hefur verið „snjóbolta“ umræða. Markmið ■ Að ígrunda markmið í kennslu um viðkvæm álitamál. Hæfniviðmið ■ Að þátttakendur geti: X X Skilið mikilvægi markmiða með námi. X X Skilgreint námsmarkmið með kennslu um viðkvæm álitamál. Tími ■ 25 mínútur Aðferð 1. Kynnið æfinguna með því að útskýra tilgang markmiða í kennslu og námi og mikilvægi þess að hafa skýra sýn á hvaða hæfniviðmiðum nemendur eigi að ná. Segið þátttakendum að æfingin sé til að hjálpa þeim að átta sig á markmiðum fyrir kennslu um viðkvæm álitamál. 2. Skiptið þátttakendum í 4 hópa. 3. Hóparnir ræða hvernig þeir útskýra fyrir 14 ára nemendum tilganginn með því að kenna um viðkvæm álitamál. Gefið þeim 3 – 4 mínútur. 4. Tveir úr hverjum hópi færa sig yfir í annan hóp. Þar segja þeir frá hugmyndum úr undanfarandi umræðum og byggja á þeim til að reyna að skilgreina hvernig þeir vilji leysa verkefni æfingarinnar. Gefið þeim aðrar 3 – 4 mínútur í þetta. 5. Endurtakið ferilinn þar til allir þátttakendur hafa verið saman í hópi. 6. Raðið stólunum í hring fyrir umræður. Ábending Gott gæti verið að miða aldur nemenda við þann sem flestir kenna. Í öllu falli eiga allir þátttakendur að miða við sama aldur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=