Viðkvæm álitamál og nemendur
Verkefni með æfingum Bls. 57 Umræður ■ Leiðið stutta umræðu um hvað læra megi af æfingunni, hvaða viðbrögð telja þátttakendur að séu árangurríkust? Geta þeir greint frá öðrum aðferðum sem hafa reynst þeim vel. Hvernig gætu bekkjarreglur og skólabragur hjálpað til í þessu sambandi? Myndu þeir vilja að tekið yrði á þessu í skólanámskrá eða stefnu skólans? Hafa þeir reynslu af slíku? VERKEFNI 2.6: HJÁLPARGÖGN Dæmi um setningar sem upp geta komið í kennslustofunni: Facilitators/trainers should choose ones best suited to the local circumstances X X Ég þoli ekki innflytjendur, það er alltof mikið af þeim á Íslandi og þeir taka vinnuna frá okkur. X X Getum við talað um lesbíur í næsta tíma? X X Þú heldur upp á stelpurnar í bekknum, er það ekki? X X Ætlarðu að segja okkur aftur núna hvaða skoðun við eigum að hafa? X X Hvað er svona slæmt við að vera rasisti? Mamma segist vera það. X X Það þýðir ekkert að spyrja feitu krakkana um hollan mat. X X Hvernig væri að fá einhvern frá Íslensku þjóðfylkingunni til að koma og tala við okkur í næstu viku? (íslensk viðbót) X X Það er okkar réttur að hafa enga skoðun ef við viljum það. X X Ertu hommi? Þú hlýtur að vera það því þú ert alltaf að tala um þá. X X Hvaða flokk ætlar þú að kjósa í kosningunum? X X Hefurðu engar skoðanir? Þú tekur aldrei afstöðu þegar við tölum saman. X X Það er allt í lagi að vera karlremba – sjáðu bara allt sem er á netinu. X X Skólastjórinn er alltaf að tala um lýðræðið í þessum skóla en hagar sér eins og harðstjóri og þið kennararnir gerið ekkert. X X Við í bekknum höldum að þú sért laumukommi og okkur finnst að það eigi að kvarta undan þér. X X Þú leyfir okkur aldrei að tala um„alvöru málin“ á Íslandi af því þú ert svo hrædd um að verða klöguð. X X Þið fullorðna fólkið þykist alltaf hafa okkur með í ráðum en hlustið aldrei almennilega á okkur og gerið aldrei það sem við leggjum til.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=