Viðkvæm álitamál og nemendur

Tími ágreinings og nemendur Bls. 56 VERKEFNI 2.6: HLUTVERKALEIKUR ■ Kennari getur aldrei haft fullkomna stjórn á öllum aðstæðum í skólastofunni. Sama hve vel hann hefur skipulagt kennslustund getur hann fengið ónærgætna athugasemd eða spurningu frá nemandanum eða utan skólastofunnar. Markmið ■ Að íhuga leiðir til að mæta ónærgætnum athugasemdum frá nemendum. Enn fremur að skapa and- rúmsloft sem annars vegar dregur úr slíkum tilvikum eða hjálpar kennurum að takast á við það þegar þau koma fyrir og skoða bekkjarreglur í þessu sambandi. Hæfniviðmið ■ Að þátttakendur geti: X X Svarað ónærgætnum athugasemdum frá nemendum af öryggi og myndugleika. X X Skilið gildi viðeigandi bekkjar- og skólareglna í því sambandi. X X Þekkt gildi skólastefnu í að skapa styðjandi skólabrag. Tími ■ 25-30 mínútur Gögn X X Dæmi um óvæntar setningar frá nemendum sem gætu komið kennara í opna skjöldu. Undirbúningur ■ Veljið dæmi um2-3 setningar semgætu komið í umræðumumviðkvæmálitamál. Dreifið eða setjið á glæru. Aðferð 1. Kynnið vandamál sem ónærgætnar athugasemdir gætu skapað hjá kennurum (sjá t.d. auglýsingu fyrir námskeiðið). Ræðið í stuttu máli um erfiðleikana við að bregðast við þeim og áhættuna sem felst í því að svara ekki eða illa. 2. Fáið þrjá sjálfboðaliða til að leika kennara. Þeir fá það hlutverk að bregðast við ónærgætnum athugasemdum frá nemendum. Þeir fara fram og bíða þar til kallað verður á þá. 3. Aðrir þátttakendur leika nemendur og verða áfram í herberginu. 4. Fáið þátttakendur til að velja ónærgætna setningu eða spurningu. Geta líka búið til nýja. 5. Kennararnir sem bíða frammi fá almennar upplýsingar um umfjöllunarefnið (tengist setningunni) sem þeir eiga að taka fyrir í kennslustundinni og fáeinar mínútur til að undirbúa sig. 6. Fyrsta kennaranum sagt að koma inn og bregðast við setningu/spurningu frá einum af nemendunum. 7. Hinir tveir kennararnir koma inn hvor á eftir öðrum og bregðast við sömu setningu/spurningu frá nemanda. 8. Nemendurnir bera saman svör og viðbrögð kennaranna. 9. Hægt að endurtaka nokkrum sinnum með mismunandi spurningum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=