Viðkvæm álitamál og nemendur

Verkefni með æfingum Bls. 55 Umræður ■ Leiðið stutta umræðu um þá leið að hópurinn finni í sameiningu lausnir og hvort hún geti verið gagnleg þegar viðkvæm álitamál eru rædd með nemendum. Gætu þeir haft svona heimskaffi í skólanum? Eru einhverjar aðrar aðferðir sem þeir geta sagt frá? Aðrar útfærslur „Þöglar umræður“ er svipuð æfing og heimskaffið og er hægt að nota í sama tilgangi. Kennarinn skrifar spurningar um tiltekið málefni á blöð, eina spurningu á hvert blað, og setur blöð á borð sem er dreift um skólastofuna. Nemendur ganga á milli í þögn og skrifa svör við spurningunum. Þeir lesa síðan svör annarra nemenda og geta svarað þeim eða gert athugasemdir við svör ann- arra ef þeir vilja o.s.frv. Báðar þessar aðferðir voru notaðar í breskum skólum þegar fjallað var um uppþotin í London árið 2010.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=