Viðkvæm álitamál og nemendur

Tími ágreinings og nemendur Bls. 54 VERKEFNI 2.5: HEIMSKAFFI ■ Einn helsti vandinn við að fjalla um viðkvæm álitamál í skólum er hve flókin þau eru í eðli sínu. Ætli kennarar að gera þeim góð skil finnst þeim það kalla á mikla sérfræðiþekkingu sem fáir þeirra búa yfir. Erfitt og tímafrekt getur verið að afla heimilda ekki síst ef um er að ræða mjög nýleg álitamál sem eru jafnvel ekki enn orðin skýr í huga fólks. Kennarar hafa áhyggjur af því að þeir hafi ekki nægilega nákvæmar og traustar heimildir til þess að geta fjallað um málin með nemendum. Í þessari æfingu er skoðað hvernig hópurinn getur leitað lausna í sameiningu í þessu sambandi. Nemendur deila með sér upplýsingum eða finna út hvernig megi nálgast þær í stað þess að kennarinn útvegi þær. Markmið ■ Að skoða hvernig aðferðir þar sem hópurinn leitar í sameiningu að lausnum geta nýst við innlögn viðkvæmra mála þegar lítið er um áreiðanlegar og viðurkenndar bakgrunnupplýsingar. Hæfniviðmið ■ Að þátttakendur geti: X X Skilið hugmyndina um að hópurinn allur leiti í sameiningu að lausn. X X Gert sér grein fyrir kostum hennar. X X Beitt þessari aðferð með nemendum. Tími ■ 30-40 mínútur Gögn X X Myndir um viðkvæm álitamál. X X Flettitafla. Undirbúningur ■ Veljið viðkvæmt álitamál sem er nýtilkomið og finnið lýsandi myndir úr dagblöðum, netinu, teiknimyndum o.s.frv. Þátttakendum er skipt í litla hópa og þið þurfið jafnmargar myndir og hóparnir. Límið mynd á miðju blaðs úr flettitöflu. Aðferð 1. Raðið stólunum í kringum borð (litlir hópar) og leggið blað með mynd á hvert borð. 2. Skiptið þátttakendum í smærri hópa og segið þeim í stuttu mála hvaða álitamál þið hafið valið fyrir æfinguna. 3. Hópurinn ræðir myndina og skrifar á blaðið allar spurningar sem koma upp í umræðunni. Tillaga „6 hv-spurningarnar“ hentar vel í þessari æfingu. Hún hefur t.d. verið notuð í Bretlandi til að hjálpa ungu fólki að mynda spurningar. Kennarinn segir nemendum að allar spurningar skuli byrja með einu þessara orða: Hvað? Hvenær? Hvar? Hver? Hvernig? Hvers vegna? 4. Eftir 2 -3 mínútur færa hóparnir sig yfir á næsta borð þar sem hópurinn ræðir spurningarnar sem fyrri hópur skrifaði og reynir að svara þeim, skrifar svörin hjá spurningunni. Hópurinn getur einnig bætt við spurningum. 5. Hóparnir halda áfram og endurtaka ferilinn þangað til þeir hafa farið á öll borðin. 6. Þátttakendur ganga á milli borðanna og lesa spurningar ásamt svörum á hverju borði. 7. Spyrjið þá hvað þeir hafi lært um álitamálið í æfingunni. Finnst þeim að hún hafi aukið skilning þeirra á því? Hver gætu næstu skref þeirra verið?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=