Viðkvæm álitamál og nemendur
Tími ágreinings og nemendur Bls. 52 VERKEFNI 2.4: AÐ SETJA SIG Í SPOR ANNARRA ■ Börnum hættir til sjá bara eina hlið á málefnum og festast þar. Þau eiga erfitt með að sjá hlutina frá sjónarhorni annarra . Þó að hæfileikinn til að sjá fleiri hliðar á málunum aukist með aldrinum er hann oft litaður af ríkjandi félagslegum og menningarlegum viðmiðum og börnum gefast kannski fá tækifæri til að þróa þennan hæfileika. Viðkvæm álitamál eru jafnan margbrotin og flókin. Þegar fjallað er um viðkvæm álitamál með börnum og ungu fólki er mikilvægt að þau læri að koma auga á og meta ólík sjónarmið. Í þessari æfingu kanna þátttakendur leiðir til að hjálpa nemendum að sjá málefni frá mismunandi sjónarhorni. Markmið ■ Að skoða aðferðir til að hjálpa nemendum að sjá málefni frá ólíkum sjónarhornum. Hæfniviðmið ■ Að þátttakendur geti: X X Komið auga á hve margbrotin viðkvæm álitamál eru. X X Skilið af hverju nemendur geta átt erfitt með að sjá hlutina með augum annarra. X X Þekkt aðferðir til að hjálpa nemendum að sjá hlutina frá ólíkum sjónarhornum. Tími ■ 30-40 mínútur Gögn X X Útklippt fótspor. Undirbúningur ■ Klippið út spjöld í laginu eins og fótspor í eðlilegri stærð sbr. formið í hjálpargögnum sem fylgja kaflanum. Þið þurfið eitt fótspor fyrir hvern þátttakanda og nokkur að auki. ■ Veljið viðkvæmt álitamál og búið til spurningu. Til dæmis:„Hvað finnst ykkur að stjórnvöld eigi að gera í sambandi við öfgatrúarhópa?“ (Frakkland).„Hvað finnst ykkur um að nota háþrýstivökvabrot („fracking“) til að bora eftir olíu á Englandi?“ (Bretland). Veljið spurningu sem þátttakendur eru ekki sammála um. „Hvað finnst ykkur um að kynferðisbrotamenn fái uppreist æru?“ „Finnst ykkur í lagi að fjölmiðlar steli gögnum til að koma upp um mál?“ „Alþingi ætti að banna umskurð drengja.“ (Ísland). ■ Skrifið tvö til þrjú svör við spurningunni á útklippt fótspor, svörin eiga að fela í sér skoðun sem ólík- legt er að þátttakendur láti sjálfir í ljós. Aðferð 1. Raðið stólunum í stóran hring í stofunni og setjið eitt autt fótspor á hvern stól. 2. Kynnið þátttakendum spurninguna og biðjið þá að skrifa svör sín á fótsporið. Ekki fleiri en tvær til þrjár setningar og hafið þögn á meðan. 3. Takið öll fótsporin, blandið þeim saman og bætið við auka-fótsporunum með svörunum sem þið voruð búin að skrifa án þess að þátttakendur sjái. Raðið öllum fótsporunum á hvolf á mitt gólfið. 4. Þátttakendur velja eitt spjald, tilviljanakennt, fá sér sæti og lesa í hljóði. 5. Óskið eftir þátttakanda til að finna stað í herberginu til að standa á og lesa það sem stendur á hans spjaldi. 6. Aðrir þátttakendur skoða spjöldin sín og ef þar er skoðun sem merkir nákvæmlega það sama og hann las þá fara þeir á sama stað og standa við hlið hans. 7. Annar sjálfboðaliði les það sem stendur á hans spjaldi og velur sér stað til að standa á í samræmi við fyrstu skoðunina, ef hún er svipuð stendur hann nálægt en því ólíkari sem hún er því lengra í burtu tekur hann sér stöðu. 8. Endurtakið þar til allir standa. 9. Þátttakendur líta í kring um sig til að sjá hvernig skoðanir dreifast og fá sér síðan aftur sæti. 10. Umræður.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=