Viðkvæm álitamál og nemendur

Tími ágreinings og nemendur Bls. 50 Tillaga Þessi æfing getur verið sérstaklega áhrifarík ef einn af þátttakendunum leikur hlutverk kennarans. Hins vegar er hlutverk kennarans lykilhlutverkið í æfingunni og ekki gott að velja einhvern nema öruggt sé að hann geti valdið því. Umræður ■ Leiðið umræðuna að því hvað þátttakendur hafi lært af æfingunni. Halda þeir að þeir gætu endurtekið hana í skólanum? Ef svo er hvaða umdeildu málefni myndu henta? Hvernig myndu þeir leiða umræðuna frá æfingunni? Hverjir eru kostir og gallar þessarar æfingar? Að fjalla um viðkvæm álitamál í gegnum sögur Það getur verið ágæt leið að nota sögur þegar hefja á umræður um viðkvæm og flókin málefni með nemendum. Til að þetta gangi vel þarf sagan að endurspegla vel lykilatriði málefnisins, þ.e. innihalda sömu sjónarmið, rök og hagsmuni. Hægt er að styðjast við sögur sem ritaðar eru í þessum tilgangi eða aðlaga aðrar að málefninu. Sagan sem hér er notuð var skrifuð í Bretlandi (Huddleston, T. & Rowe, D. (2001) Good thinking: Education for Citizenship and Moral Respnsibility, Volum 3, Evans: London). Upphaflega var hún notuð til að ræða ágreining um stjórnun menntakerfisins en hefur síðan þá verið notuð í sambandi við gjá á milli þjóða eins og á Norður Írlandi og Kýpur. VERKEFNI 2.3: HJÁLPARGÖGN Skólinn við enda skógarins Einu sinni var land sem aðeins var frægt fyrir það eitt að skiptast næstum því algjörlega í tvennt. Helmingur landsins var þakinn þéttum skógi. Hinn helmingurinn var víðáttumikið og trjálaust sléttlendi. Skógarfólkið lifði nær eingöngu á trjánum. Það hjó stór eikartré með þungum öxum, brenndi bjarkarstofna til að búa til kol og gróðursetti græðlinga í stað trjánna sem það felldi. Það byggði timburhús í skógarrjóðrinu og reisti hof til dýrðar anda skógarins. Þetta var feimið fólk sem lifði andlegu lífi í friðsömum samhljómi hvert við annað og náttúruna. Sléttufólkið var bændur. Þeir plægðu jörðina til að rækta korn. Húsin þeirra voru eingöngu byggð úr steini. Guð þeirra var guð kornsins. Einu sinni á ári, að hausti, héldu þeir vikulanga hátíð til að fagna uppskerulokum, borðuðu og drukku mikið og létu ófriðlega. Fyrir utan allra nauðsynlegustu viðskipti voru lítil samskipti á milli þessara tveggja samfélaga. Þó að þau töluðu nánast sama tungumálið, voru sum orð og orðasambönd eingöngu til í öðrum hvorum hópnum. Hvorugur hópurinn lagði það á sig að reyna að skilja hinn þó að það hefði komið sér vel fyrir báða hópa. Reyndar var það þannig að þessi tvö samfélög litu hvort annað hornauga og tortryggni ríkti. Sléttufólkið var sannfært um að skógarfólkið myndi planta trjám á dýrmætu engjunum fengi það tækifæri til þess. Skógarfólkið trúði því að sléttufólkið myndi höggva niður öll trén og rækta korn ef því gæfist færi á því. Báðir hópar voru afar fátækir og fáir höfðu nokkra menntun. Flestir rétt skrimtu en nágrannaþjóðirnar auðguðust á sölu á matvörum, vefnaðarvöru og annarri framleiðslu. Einn daginn kom ungur kennari og settist að við enda skógarins. Það sem var sérstakt við unga manninn var að þó að hann hefði alist upp á sléttunni var móðir hans úr skógarfjölskyldu. Ungi kennarinn ákvað að hann skyldi byggja skóla. Það yrði fyrsti skólinn sem nokkurn tíma hafði verið reistur þar um slóðir. Ungi maðurinn hóf að byggja einnar hæðar byggingu úr timbri og steinum á svæðinu sem var mitt á milli trjánna og sléttunnar. Síðan bauð hann öllum sem bjuggu í skóginum og á sléttunni að senda börnin sín í nýja skólann. Foreldrarnir voru tortryggnir í byrjun, sérstaklega skógarfólkið. En nógu margir voru samt tilbúnir að senda börnin sín og borga þá litlu upphæð sem kennarinn fór fram á til að skólastarf gæti hafist. Fyrstu vikuna vildu skógarbörnin og sléttubörnin nánast ekkert yrða hvert á annað. Skógarbörnin voru mest út af fyrir sig og vildu ekki eiga nokkur samskipti við hin börnin hvorki í skólastofunni né á skólalóðinni. Sléttubörnin uppnefndu skógarbörnin og skoruðu á þau í slagsmál.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=