Viðkvæm álitamál og nemendur
Verkefni með æfingum Bls. 49 VERKEFNI 2.3: SKÓLINN VIÐ ENDA SKÓGARINS ■ Þegar málefni er sérstaklega umdeilt getur verið ágætt að nálgast það óbeint í stað þess að byrja strax á beinni umfjöllun. Ein leið til að gera þetta er að nota sögulega, landfræðilega og ímyndaða dæmi- sögu. Þessi aðferð er kölluð„distancing“ á ensku og merkir að skapa fjarlægð. Hún getur komið í veg fyrir að umfjöllun um eldfim málefni fari úr böndunum. Einnig gerir hún nemendum kleift að leggja fordóma sína og ályktanir til hliðar og verða opnari fyrir fjölbreytileika málefnisins. Í æfingunni hér á eftir skoða þátttakendur kosti og galla þessarar aðferðar með því að nota ímyndaða sögu um sundrað samfélag. Markmið ■ Að kanna leiðir þar sem mál eru sett„í fjarlægð“ til að kynna viðkvæm álitamál af nærgætni og víðsýni. Hæfniviðmið ■ Að þátttakendur geti: X X Skilið tilgang þess að setja mál í annan búning; X X Beitt þeirri aðferð í kennslu að setja málin í annan búning. Tími ■ 40-50 mínútur Gögn X X Eintök af sögunni Skólinn við enda skógarins Undirbúningur ■ Ljósritið eintök af sögunni sem er í hjálpargögnum með kaflanum handa þátttakendum. Ákveðið einnig hlutverk ykkar í sögunni, hvernig þið getið virkjað þátttakendur, rökin sem þið ætlið að nota, spurningar o.fl . Aðferð 1. Raðið stólunum þannig að þeir snúi allir fram með gangvegi í miðjunni. 2. Útskýrið hugtakið að setja mál í fjarlægð og hvernig það getur átt við í sambandi við viðkvæm álitamál. Segið þátttakendum að þeir muni nú sjá hvernig þess aðferð er framkvæmd. 3. Lesið söguna upphátt. 4. Þátttakendur segja hvað þeir haldi að hafi orðið þess valdandi að skólinn í sögunni brann. Hver gæti hafa kveikt í skólanum og hvers vegna? 5. Spyrjið hvort þeim finnist að kennarinn eigi að reyna að byggja skólann aftur. 6. Útskýrið að ef kennarinn ætli að byggja skólann aftur muni hann þurfa á aðstoð að halda frá báðum samfélögum. Það verði ekki auðvelt. Segið þátttakendum að þeir eigi að leika hvað þeir haldi að gerist ef kennarinn ætlar sér að byggja skóla að nýju. 7. Þátttakendur ímynda sér að þeir séu á almennum fundi íbúa samfélaganna tveggja sem kennarinn boðaði til í þeim tilgangi að reyna að afla stuðnings fyrir því að skólinn verði aftur byggður. Annar helmingur þátttakenda leikur skógarfólkið en hinn sléttufólkið. Sá sem stýrir námskeiðinu leikur kennarann og stendur fyrir frama hina. 8. Þátttakendur leika hlutverkin.„Kennarinn“ býður alla velkomna á fundinn. Hann lýsir fundarefninu, útskýrir hvers vegna fólkið var boðað til fundarins og spyr hvort það sé tilbúið að veita þann stuðning sem þarf til að byggja skólann aftur og tryggja starfsemi hans. Þátttakendur í hlutverkum fundarmanna svara fyrirspurninni með spurningum og athugasemdum o.s.frv. og hlutverkaleikurinn heldur áfram, 15 mínútur ættu að nægja. Allt í lagi að lengja tímann ef þetta gengur mjög vel. Að lokum þakkar kennarinn íbúum fyrir komuna og slítur fundinum. 9. Hlutverkaleiknum lýkur og umræður hefjast um æfinguna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=