Viðkvæm álitamál og nemendur

Tími ágreinings og nemendur Bls. 48 Ábending Ágætt er að byrja á því að nota orð sem útskýra vel þessar tvenns konar orðræður, t.d. „þú“ og „ykkar“ fyrir persónumiðuð dæmi annars vegar og„maður“,„sumir“ eða „samfélagið“ fyrir almennu dæmin hins vegar. Síðan má koma með dæmi þar sem þetta er ekki eins augljóst. Dæmi: Í stað „Finnst þér í lagi að gera grín að trúarbrögðum?“ að segja„Er í lagi að gera grín að trúarbrögðum?“ Önnur útfærsla Í Svartfjallalandi var verkefnið útfært á annan hátt. Þátttakendum var skipt í hópa og gefinn listi af viðkvæmum álitamálum. Þeir áttu síðan að velta fyrir sér spurningum sem mætti orða almennar og breyta þeim. Umræður ■ Leiðið stutta umræðu um gildi þess að hafa spurningar almennt orðaðar, kosti og galla. Hve auðvelt er að gera þetta? Er nauðsynlegt að hafa spurningar alltaf almennt orðaðar? Ábending Þessi aðferð á ef til vill ekki við í öllum kringumstæðum. Kennaranemar í Írlandi nefndu sem dæmi að erfitt getið verið bæði fyrir kennara og nemendur í Norður-Írlandi að hafa spurningar um trúar- brögð og fjölmenningu almennt orðaðar. Auk þess geta stundum verið ágæt rök fyrir því að spyrja um persónulegar skoðanir og tilfinningar t.d. til að dýpka skilning á ólíkum sjónarhornum, til að læra meira um áhrif menningar og sögu og hvernig þessi atriði hafa þróast eða til að auka samúð og til að tryggja að umræðan sé raunveruleg og byggð á raunveruleikanum. VERKEFNI 2.2: HJÁLPARGÖGN Dæmi um persónumiðaðar setningar: X X Hve mörg ykkar fæddust í öðru landi? X X Hvað segja ykkar trúarbrögð um menntun stúlkna? X X Hafið þið orðið fyrir einelti? X X Hafið þið notað ólögleg eiturefni? X X Hver haldið þið að sé öruggasta getnaðarvörnin? X X Slá foreldrar ykkur þegar þið hagið ykkur illa?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=