Viðkvæm álitamál og nemendur

Verkefni með æfingum Bls. 47 VERKEFNI 2.2: AÐ SKIPTA UM SJÓNARHORN ■ Erfitt getur verið að fjalla um viðkvæm álitamál í skólum þegar þau snerta nemendur persónulega eins og til dæmis málefni innflytjenda þegar nemendur í bekknum eru innflytjendur. Enn erfiðara er fyrir kennara að vita ekki hvort málefni sem hann ætlar að fjalla um snertir einhvern í bekknum eða ekki. Ein leið til að draga úr hættunni á að særa tilfinningar nemanda eða einangra hann er að hafa orðræðuna um málefnið almenna frekar en persónumiðaða. Í þessari æfingu skoða þátttakendur kosti og galla þessarar aðferðar og hvernig megi nýta hana. Markmið ■ Að kanna leiðir til að vernda nemendur sem tengjast umræðuefninu á einhvern hátt með því að hafa orðræðuna almenna. Hæfniviðmið ■ Að þátttakendur geti: X X Gert sér grein fyrir erfiðleikum sem kunna að skapast þegar nemendur tengjast umræðuefninu persónulega. X X Skilið hvernig afstýra megi hluta vandans með því hvernig orðræðunni er háttað. X X Orðað staðhæfingar um viðkvæm álitamál á almennan hátt svo nemendum finnist þeim á engan hátt ógnað. Tími ■ 30-50 mínútur Gögn X X Pappírsmiðar með dæmum um persónumiðaðar spurningar. X X Pappírsmiðar með dæmum um hvernig orða megi persónumiðaðar spurningar á almennari hátt. Undirbúningur ■ DBúið til spurningar um nokkur viðkvæm álitamál og beinið þeim að nemendum, fjölskyldum eða samfélagi þeirra. Dæmi: „Teljið þið að samkynhneigð sé synd?“ Reynið að koma með dæmi sem gætu virkað vandræðalega fyrir suma nemendur. Í hjálpargögnum með kaflanum eru dæmi um spurningar frá nokkrum löndum. Skrifið spurningarnar á pappírsmiða, eina spurningu fyrir hverja tvo þátttakendur. ■ Einnig þarf tvö til þrjú tilbúin dæmi um hvernig breyta megi persónumiðaðri spurningu í almennt orðaða. Gæti verið gagnlegt að setja á glærur: X X Hvað finnst ykkur um innflutt vinnuafl? (persónumiðað) X X Hvað finnst almenningi um innflutt vinnuafl? (almennt orðað) X X Hvað finnst ykkur um að samkynhneigðir megi ættleiða börn? (persónumiðað) X X Hvernig lítur samfélagið á að samkynhneigðir mega ættleiða börn? (almennt orðað) Aðferð 1. Kynnið æfinguna með því að tala um aðstæður þar sem nemendur tengjast persónulega viðkvæmum álitamálum. Spyrjið þátttakendur hvort þeir hafi reynslu á þessu sviði eða þekki aðstæður þar sem þetta gæti verið vandamál. 2. Leggið áherslu á mikilvægi þess að vernda nemendur í þessum aðstæðum og útskýrið aðferðina að umorða setningar almennt með því að nota dæmin sem þið bjugguð til. 3. Skiptið þátttakendum í tveggja manna hópa, látið þá fá persónumiðaða setningu til að umorða þannig að hún verði almennt orðuð. 4. Pörin skiptast á að lesa upp tillögur sínar fyrir hópinn og ræða mögulega áhættu sem skapast ef spurningarnar eru ekki almennt orðaðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=