Viðkvæm álitamál og nemendur

Tími ágreinings og nemendur Bls. 46 Að taka sér stöðu bandamanns: Þegar kennari tekur afstöðu með nemanda eða hópi nemenda Mögulegir kostir: Getur ljáð nemendum sem standa höllum fæti eða jaðarsettum hópum rödd. Sýnir nemendum hvernig byggja megi röksemda- færslu og þróa áfram. Hjálpar öðrum nemendum að meta hugmyndir og rök sem þeir myndu annars ekki heyra. Fyrirmynd að samstarfsverkefnum. Hugsanlegir gallar: Aðrir nemendur geta haldið að kennarinn sé ein- ungis að koma sínum skoðunum á framfæri. Getur komið þannig út að kennarinn haldi upp á suma og taki nemendur fram yfir aðra. Nemendum getur fundist óþarfi að færa rök fyrir máli sínu af því að kennarinn muni gera það fyrir þá. Að halda sig við hina opinberu skoðun: Þegar kennari heldur fram þeirri skoðun sem opinber yfirvöld hafa. Mögulegir kostir: Gefur kennslunni opinbera réttlætingu. Veitir kennaranum vörn fyrir ásökunum yfirvalda. Nemendur fá viðeigandi kynningu á sjónarhorni sem þeir skildu ekki eða misskildu áður. Hugsanlegir gallar: Getur gefið nemendum þá tilfinningu að kennarinn hafi ekki áhuga á að heyra hvaða skoðanir þeir hafa. Erfið staða fyrir kennara sem hefur aðra skoðun en hina opinberu. Hvaða línu á kennarinn að velja ef skoðanir hinna ýmsu opinberu aðila stangast á? Ekki er til opinber afstaða í öllum málum. Hin opinbera skoðun getur falið í sér brot á mann- réttindalögum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=