Viðkvæm álitamál og nemendur

Verkefni með æfingum Bls. 45 Að gæta hlutleysis: Kennarinn tekur að sér að vera hlutlaus fundarstjóri. Mögulegir kostir: Dregur úr óviðeigandi áhrifum kennarans á skoð- anir hópsins. Gefur öllum jöfn tækifæri til að taka þátt í umræðunni. Veitir svigrúm fyrir áframhaldandi vangaveltur, þ.e.a.s. nemendur geta komið með spurningar og fleti á málinu sem kennarinn hafði ekki hugsað út í. Gott tækifæri fyrir nemendur að hæfa samskiptahæfni. Hentar vel ef mikið er til af bakgrunnsupplýsingum og efni. Hugsanlegir gallar: Nemendum gæti fundist þetta tilgerðarlegt. Getur eyðilagt tengslin á milli kennara og nemenda ef illa gengur. Fer eftir því hvort þetta er aðferð sem nemendur þekkja úr skólastarfinu, annars gæti tekið langan tíma að venja þá á það. Getur einfaldlega styrkt fordóma sem nemendurnir þegar hafa. Mjög erfitt með nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Það hentar ekki öllum kennurum að vera í hlutverki hlutlauss stjórnanda. Að gæta jafnræðis: Þegar kennarinn kynnir fyrir nemendum mörg ólík sjónarhorn. Mögulegir kostir: Sýnir nemendum að veröldin er sjaldnast svart- hvít sem er ein meginstoðin í hugvísinda- og samfélagsfræðikennslu. Nauðsynlegt þegar skoðanir innan bekkjarins eru mjög skiptar. Nýtist best þegar margar misvísandi upplýsingar eru til um umræðuefnið. Ef ekki ríkir jafnræði í umræðu bekkjarins er það kennarans að gæta þess að sjónarmið allra nem- enda komi fram. Hugsanlegir gallar: Er til eitthvað sem heitir algjört jafnvægi á milli ólíkra skoðana? Kemur í veg fyrir það sjónarmið að „sannleikurinn“ sé grátt svæði á milli tveggja ólíkra skoðana. Orðið jafnvægi hefur ekki alltaf sömu merkingu í huga fólks, kennsla er aldrei alveg gildislaus. Getur leitt til mjög kennaramiðaðrar kennslu- stundar þar sem kennarinn er alltaf að koma jafn- vægissjónarmiðinu að. Að andmæla ríkjandi sjónarmiði: Þegar kennarinn kemur meðvitað með andstæða skoðun við nemendur eða það sem fram kemur í námsefninu. Mögulegir kostir: Getur verið mjög gaman og haft hvetjandi áhrif á nemendur að taka þátt í umræðunni. Mikilvægt þegar nemendahópurinn virðist allur sömu skoðunar. Í flestum bekkjum ríkir ein meginskoðun sem þarf að ögra. Lífgar upp á kennslustundina þegar áhuginn fyrir umræðunni dvínar. Hugsanlegir gallar: Nemendur gætu tengt þessar skoðanir við kennar- ann og það valdið foreldrum áhyggjum. Gæti styrkt fordóma hjá nemendum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=