Viðkvæm álitamál og nemendur

Tími ágreinings og nemendur Bls. 44 ■ Stingið upp á einum til tveimur viðkvæmum álitamálum og leiðið stutta umræðu um hvaða kennsluað- ferðir færi best á að nota þegar þau eru rædd í skólum. ■ Dragið umræðuna saman með því að biðja þátttakendur að reyna að flokka þær gróflega eftir því hvenær þær henta og hvenær ekki. VERKEFNI 2.1: HJÁLPARGÖGN Spjöld með dæmi um nálgun: Að gefa alltaf upp skoðun sína. Að taka sér stöðu hlutlauss stjórnanda og gefa aldrei upp eigin skoðanir. Að tryggja að nemendur fái eins fjölbreytta mynd af hverju álitamáli og kostur er. Að ögra með því að koma með aðra skoðun en nemendur hafa. Að reyna að styðja við einstaka nemendur eða hópa með því að taka undir þeirra sjónarmið. Að koma hinni opinberu skoðun alltaf á framfæri, það sem yfirvöld ætlast til þess að kennari segi. Afstaða kennara gagnvart viðkvæmum álitamálum (dreifildin): Að taka afstöðu: Þegar kennari lætur nemendur alltaf vita hvaða skoðun hann hefur. Mögulegir kostir: Nemendur munu hvort eð er reyna að giska á skoðun kennarans. Betra að segja þeim hver hún er. Ef nemendur vita hver skoðun kennarans er í við- komandi málefni geta þeir gert sér grein fyrir for- dómum hans eða hlutdrægni. Það er betra fyrir kennarann að segja nemendum hvað honum finnst að loknum umræðum en áður en þær hefjast. Einungis ætti að beita þessari aðferð þegar virðing er borin fyrir andstæðum sjónarmiðum nemenda. Þetta getur verið frábær leið fyrir kennara til að halda trúverðugleika sínum vegna þess að nem- endur gera hvort eð er ekki ráð fyrir því að hann sé hlutlaus eða skoðanalaus. Hugsanlegir gallar: Þetta getur haldið aftur af nemendum og hindrað þá í að segja eitthvað sem er andstætt skoðun kennarans. Gæti hvatt einhverja nemendur til að lýsa eindregið yfir stuðningi við tiltekna skoðun án þess að vera henni sammála einungis af því að hún er ekki sú sama og kennarans. Nemendur eiga oft erfitt með að greina á milli staðreynda og gildismats eða skoðana. Það er ekki síst erfitt ef sá sem býr yfir staðreyndunum og skoðuninni er sama persónana, þ.e.a.s. kennarinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=