Viðkvæm álitamál og nemendur

Verkefni með æfingum Bls. 43 VERKEFNI 2.1: MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? ■ Kennarar jafnt sem aðrir eiga rétt á að hafa skoðanir á hinum ýmsu málefnum. Hins vegar þurfa þeir ekki endilega að deila þeim með nemendum og ættu ekki að halda upp á þá nemendur sem deila sömu skoðunum og þeir. Hvernig á kennari þá að bregðast við andstæðum skoðunum og rökum á meðal nemenda? Í þessari æfingu kynnast þátttakendur nokkrum leiðum til að takast á við þessar spurningar, kostum þeirra og göllum. Markmið ■ Að kanna kosti og galla ólíkra kennsluaðferða til að mæta fjölbreytilegum skoðunum nemenda. Objectives ■ Að þátttakendur geti: X X Áttað sig á ólíkum leiðum sem þeir geta farið í sambandi við viðkvæm álitamál. X X Skilið kosti þeirra og galla. X X Beitt þeim við mismunandi aðstæður. Tími ■ 30-40 mínútur Gögn X X Flettitafla og áherslupennar. X X Umræðuspjöld. X X Bréfaklemmur. X X Límband. X X Dreifildi. Undirbúningur ■ Notið hjálpargögnin sem fylgja kaflanum og búið til spjöld með ólíkum aðferðum. Gerið eitt spjald fyrir hvern hóp (6 hópar eitt spjald á hvern hóp). Einnig þarf ljósrit af dreifildinu um hlutverk kennarans í bekkjarumræðum – eitt fyrir hvern þátttakanda. Aðferð 1. Minnið þátttakendur á að skoðanaágreiningur er eitt af því sem einkennir viðkvæm álitamál. Þess vegna er kennara vandi á höndum þegar hann ákveður hvernig haga skuli umfjöllun um málið. Á hann t.d. að taka afstöðu í málinu? Ef hann gerir það hvaða skoðun á hann þá að styðja? Og ef ekki hvernig tryggir hann að fjallað sé um málið á sanngjarnan hátt þannig að umfjöllun hans sé fyrst og fremst til að fræða? Útskýrið að það séu til nokkrar leiðir sem kennari getur gripið til og æfingin hjálpi þeim að meta þær. 7. Skiptið þátttakendum í 6 hópa, hver hópur situr við borð. 8. Afhendið hverjum hópi flettitöflu, áherslupenna, bréfaklemmu og eitt spjald með tiltekinni nálgun. 9. Biðjið hópinn að hugleiða þá nálgun sem hann fékk og ræða kosti þess og galla að nota hana við umfjöllun um viðkvæm álitamál. Hópurinn skráir niðurstöðurnar á flettitöfluna. Flettitöflunni er skipt lóðrétt, kostir fara öðrum megin og gallar hinum megin. Bendið þátttakendum á að skrifa ekki á alla töfluna heldur skilja eftir pláss neðst. 10. Gefið hópunum þrjár til fjórar mínútur. Biðjið þá að festa spjaldið með bréfaklemmunni efst á pappírinn á flettitöflunni og færa sig yfir á næsta borð. 11. Þar les hver hópur athugasemdir hópsins sem var þar á undan og merkir við þau atriði sem hópurinn er sammála en bætir við sínum eigin ef hópurinn er ósammála eða finnst eitthvað vanta. 12. Gefið aðeins styttri tíma í þessa lotu og biðjið hópana að færa sig yfir á næsta borð og endurtaka æfinguna. 13. Endurtakið þar til allir hópar hafa náð að skoða allar flettitöflurnar. Takið síðan blöðin á flettitöflunum og límið á vegginn og bjóðið þátttakendum að koma og lesa allar athugasemdirnar. 14. Endurraðið stólunum í hring. Afhendið dreifildin og biðjið þátttakendur að lesa í hljóði. Vekið athygli þeirra á viðbótarupplýsingum sem þar koma fram og heiti hverrar nálgunar. Umræður

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=