Viðkvæm álitamál og nemendur

Tími ágreinings og nemendur Bls. 42 Ali – er trúnaðarmaður stéttarfélags og berst fyrir ýmsum mannréttindamálum, þar á meðal betri vinnuaðstöðu hér á landi sem erlendis. Ragnar – er nýbyrjaður aftur í kennslu eftir að hafa verið nokkur ár í lögreglunni þar sem hann reis til metorða og varð yfirmaður. Dagbjört (Tatiana) – kemur úr einni auðugustu fjölskyldu landsins og sótti menntun sína erlendis. Valdimar – hefur verið í samkynhneigðu sambandi í nokkur ár en heldur að enginn í skólanum viti af því. 2. HLUTI: KENNSLUAÐFERÐIR AÐ MÆTA ÁSKORUNUM ■ Þegar kennari ræðir viðkvæm álitamál við nemendur er lykilatriði að hann geti beitt viðeigandi kennsluháttum á árangursríkan hátt. Með því dregur hann verulega úr þeirri áhættu sem fylgir því að fjalla um viðkvæm mál í skólum. ■ Nokkrar kennslufræðilegar spurningar sem kennarar þurfa að hafa í huga: X X Hvernig á að bregðast við spurningum frá nemendum þegar öll svörin fela í sér mótsagnir ? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að kennara finnist hann verða að gera málamiðlanir eða að nemendur fái á tilfinninguna að eitthvað annað búi undir? X X Hvernig á að taka tillit til nemenda úr ólíku umhverfi og menningu? Hvernig á að taka tillit til þess þegar nemendur og fjölskyldur þeirra tengjast málefninu persónulega , þannig að þeir fari ekki hjá sér, upplifi sig ekki sem fórnarlamb og einangrist eða verði fyrir áreitni/einelti? X X Hvernig geta nemendur tjáð sig opinskátt án þess að æsingur verði of mikill? Hvernig getur kennari haldið stjórninni og komið í veg fyrir að umræður fari úr böndunum? X X Hvernig á að hvetja nemendur til að hlusta á aðra og setja sig í spor þeirra þannig að nemendur læri að bera virðingu fyrir öðrum og skoðunum þeirra? X X Hvernig er hægt að fjalla um viðkvæm álitamál af sanngirni án þess að hafa nákvæmar bakgrunnsupplýsingar eða áreiðanlegar heimildir um málefnið án þess að kennurum finnist þeir þurfa að gera málamiðlanir eða vera sakaðir um hlutdrægni og vanþekkingu? X X Hvernig á að svara óvæntum spurningum eða ónærgætnum athugasemdum um viðkvæm álitamál þannig að kennarinn haldi trúverðugleika sínum og án þess að nemendum finnist sér misboðið? Í kaflanum er reynt að svara þessum spurningum. Í hverri æfingu er tekist á við ákveðinn vanda og við- eigandi kennsluaðferðir. Þátttakendur æfa sig á kennsluaðferðum og eiga að geta notað æfingarnar líka með nemendum. Í lokin skiptast þeir á skoðunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=