Viðkvæm álitamál og nemendur
Tími ágreinings og nemendur Bls. 40 ræða um viðkvæm álitamál við nemendur. Hvernig mótast skoðanir og gildismat kennara? Hversu auðvelt eiga þeir með að gera sér grein fyrir eigin fordómum og skoðunum? ■ Dragið umræðuna saman með því að biðja þátttakendur að ígrunda skoðanir sínar og gildismat þegar þeir til dæmis ræða viðkvæm álitamál við nemendur. Dreifið auðum spjöldum og biðjið þátttak- endur að skrifa upplýsingar um sig svipað og skrifað var um týpurnar í umræðuspjöldunum. Hvetjið þá til að ígrunda þetta af alvöru og áhrifin á það hvernig þeir nálgast málefni með nemendum. Segið þeim að þetta sé eingöngu til persónulegra nota og að þeir þurfi ekki að deila þessu með öðrum. Hafið hljóð á meðan í þrjár til fjórar mínútur. Bjóðið þeim sem vilja að deila hugleiðingum sínum með öðrum þátt- takendum en leggið áherslu á að það sé ekki skylda. Ábending Ígrundunin í lokin er nauðsynleg og gefið þátttakendum því nægan tíma. Tillögur Hægt er að fylgja eftir umræðunni um„innri farangur“ sem kennarar bera með sér í skólann með því að þeir íhugi þann„opinbera farangur“ sem þeir fá í hendur þegar þeir gerast opinberir starfsmenn (hugmynd frá Írlandi). Þar má benda á skyldur og ábyrgð vegna lagasetningar og opinberrar stefnu- mótunar en einnig væntingar frá skólastjórnendum og eftirlitskerfinu auk (skráðra og óskráðra) siðareglna kennarastéttarinnar. Aðrar útfærslur Hver er hryðjuverkamaðurinn? Þátttakendur fá nokkrar andlitsmyndir (klipptar úr tímaritum) og eiga að ákveða hver þeirra sé af hryðjuverkamanninum (hugmynd frá hópi kennaranema í Bretlandi). Ekki er til neitt rétt svar en þátttakendur eru hvattir til að íhuga hvað þeir hugsuðu þegar þeir ákváðu sig. Að hverju leituðu þeir? Hvaða forsendur lágu til grundvallar og að hvaða leyti voru þeir meðvitaðir um þær. Hver er gagnkynhneigð/ur? Svipuð æfing með andlitsmyndum er notuð í fræðslu um kynlíf og náin samskipti í Svíþjóð. Þar var spurningin: Hver þeirra er samkynhneigð/ur? Þessi tegund æfinga gagnast best þegar valin eru andlit sem gefa engar vísbendingar um hvert svarið gæti verið. Ályktanir og staðalmyndirnar eru þegar til staðar í huga þátttakenda. VERKEFNI 1.5: HJÁLPARGÖGN Dæmi um umræðuspjöld: Katrín – er mjög hrifin af þjóðlagatónlist og þjóð- dönsum, hefur ríka þjóðerniskennd og er flokks- bundin í Íslensku þjóðfylkingunni. Pétur – ólst upp hjá strangtrúaðri fjölskyldu, drekkur hvorki né reykir og gegnir mikilvægu hlut- verki í trúarathöfnum hjá söfnuðinum sem hann tilheyrir. Deepa – kom upprunalega til Íslands sem flóttamaður og hefur aldrei gleymt því hve illa var komið fram við hana fyrstu árin hennar hérna. Helena – dvaldi um tíma í Kvennaathvarfinu og berst fyrir auknum réttindum kvenna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=