Viðkvæm álitamál og nemendur

Verkefni með æfingum Bls. 39 VERKEFNI 1.4: HJÁLPARGÖGN Atriði sem gera málefni viðkvæm og umdeild (til ljósritunar). VERKEFNI 1.5: HVAÐ HÖFUMVIÐ Í FARTESKINU? ■ Athafnir fólks og hvernig það sér heiminn litast af skoðunum þess og gildismati. Þetta er gjarnan kallað á ensku cultural baggage . Stundum eru þessar skoðanir og gildismat fólki ómeðvituð og það gerir sér ekki grein fyrir að öll reynsla þess og upplifun litast af þeim. Kennarar eru ekkert öðruvísi en aðrir að þessu leyti. Með þessari æfingu geta kennarar betur áttað sig á því hvernig skoðanir þeirra og gildismat móta viðhorf þeirra til viðkvæmra álitamála. Þátttakendur eru hvattir til að ígrunda hvaða áhrif skoðanir og gildismat hafa á það hvernig þeir fjalla um viðkvæm álitamál með nemendum. Markmið ■ Að kennarar íhugi hvernig skoðanir og gildismat móta viðhorf þeirra til viðkvæmra álitamála og ígrundi hvaða áhrif það getur haft á aðra. Hæfniviðmið ■ Að þátttakendur geti: X X Skilið hvernig persónulegar skoðanir og gildismat kennara getur haft áhrif á faglega nálgun þeirra þegar þeir fjalla um viðkvæm álitamál. X X Orðið meðvitaðir um áhrif skoðana og gildismats á það hvernig þeir kenna. Tími ■ 20-30 mínútur Gögn X X Nokkur lítil umræðuspjöld í settum. X X Auð spjöld. X X Litlir pokar. X X Flettitafla og tússpenni. Aðferð ■ Útbúið nokkur lítil umræðuspjöld. Veljið nöfn og týpur sem þátttakendum eru kunnugleg. Skiptið þátttakendum í smærri hópa og hafið spjaldasettin jafnmörg og hópana. Setjið settin með umræðu- spjöldunum í litla poka. Að auki þarf nokkur auð spjöld fyrir hvern þátttakanda til að nota í lok æfingarinnar. Process 1. Skiptið þátttakendum í litla hópa. 2. Látið hvern hóp fá poka með setti af umræðuspjöldum. Útskýrið að á hverju spjaldi er frásögn um kennara (enginn sem þeir þekkja!). 3. Segið hópnum að draga eitt spjald úr pokanum. 4. Segið þátttakendum að lesa upplýsingarnar um kennarann á spjaldinu og ræða hvernig þeir halda að afstaða hans til viðkvæmra mála mótist af þeim. Enn fremur hvernig hann fjallar um þau við nemendur. 5. Gefið hópunum nokkrar mínútur til að tala saman um þetta. Síðan eiga þeir að endurtaka ferilinn tvisvar til þrisvar með nýjum spjöldum. 6. Raðið stólunum þannig að þeir myndi hring. Takið upp umræðuspjöldin eitt í einu og biðjið um sjálfboðaliða til að segja frá umræðunum í hópunum. Takið sérstaklega eftir ef fram koma andstæð sjónarmið á milli hópanna og bendið þátttakendum á þau. Kynnið hugtakið„innri farangur“ og hvernig það tengist því þegar viðkvæm álitamál eru tekin til kennslu. Umræður ■ Leiðið umræðurnar að því á hvern hátt skoðanir og gildismat kennara hafa áhrif á það hvernig þeir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=