Viðkvæm álitamál og nemendur
Tími ágreinings og nemendur Bls. 38 Aðrar útfærslur Að hengja á þvottasnúruna – Festið snúru þvert yfir stofuna í höfuðhæð. Annar endinn er fyrir köld málefni en hinn fyrir heit . Miðjan er fyrir það sem er volgt . Þátttakendur skrifa málefnin sín á spjöld og festa á snúruna með þvottaklemmum. Að kjósa með fótunum – Nokkur dæmi um viðkvæm álitamál eru skrifuð á spjöld og sett á gólfið. Um leið og eitt þeirra er lesið upp færa þátttakendur sig nær eða fjær spjaldinu eftir því hvernig þeim liði með að ræða þau við nemendur. Að ganga að línunni – Lína er dregin þvert yfir herbergið með límbandi eða snæri. Leiðbeinandinn nefnir nokkur viðkvæm álitamál og þátttakendur raða sér á línuna eftir því hvernig þeim liði með að ræða þau við nemendur, heitt og óþægilegt á öðrum endanum og kalt eða mjög óþægilegt á hinum endanum. Veggjakrot – Hluti af vegg er hafður undir veggjakrot. Þátttakendur skrifa þau málefni sem þeim finnast viðkvæm álitamál á minnismiða og festa á vegginn með athugasemdum um hve þægilegt eða óþægilegt þeim fyndist að ræða þau við nemendur. Þeir lesa það sem hinir hafa skrifað og bæta við eigin athugasemdum á minnismiðum. Umræður ■ Afhendið þátttakendum ljósrit um þætti sem geta gert málefni að viðkvæmum álitamálum. Ræðið hvaða áskoranir fylgja því að tala um þau við nemendur. Ábendingar Erfiðleikum sem fylgja því að fjalla um viðkvæm álitmál við nemendur má skipta í nokkra flokka sem gætu reynst kennurum hjálplegir við undirbúning. Hlutverk kennara Hvaða afstöðu ætti kennari að taka í umdeildum málefnum? Hvernig getur kennari komist hjá ásökunum um að sýna hlutdrægni eða innrætingu? Bekkjarandi og bekkjarstjórnun Hvernig getur kennari stuðlað að öruggu námsumhverfi? Hvernig getur kennari haft stjórn á umræðum? Þekking kennara á málefnum Hvernig getur kennari tryggt að hann hafi þekkingu á þeim mál- efnum sem hann ætlar að ræða? Hvernig geta kennarar látið líta út fyrir að þeir hafi þekkingu á málefnunum? Persónuleg reynsla ungmenna af málefnum og viðbrögð þeirra Hvernig geta kennarar dregið úr þeirri hættu að nemendur komist í uppnám eða þeim sé misboðið? Hvernig geta þeir brugðist við ef nemendur komast í uppnám? Tímarammi Hvernig geta kennarar komið þessu öllu fyrir í einni kennslustund – eða fleirum?Hve langan tíma ættu umræður að standa hverju sinni?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=