Viðkvæm álitamál og nemendur

Verkefni með æfingum Bls. 37 VERKEFNI 1.4: HEITT EÐA KALT? ■ Af hverju eru sum málefni umdeild? Hvers vegna eru sum umdeildari en önnur? Þessari æfingu er ætlað að hjálpa þátttakendum að kanna eðli viðkvæmra álitamála. Markmið ■ Að kanna mismunandi þætti sem gera málefni umdeild eða erfið og þær áskoranir sem fylgja því að ræða viðkvæm álitamál við nemendur. Hæfniviðmið ■ Að þátttakendur geti: X X Verið meðvitaðir um hvaða málefni geta orðið umdeild og erfið. X X Áttað sig á þeim álitamálum sem upp geta komið þegar viðkvæm málefni eru rædd. Tími ■ 20-25 mínútur Gögn X X Minnismiðar (post-it), nokkrir fyrir hvern þátttakanda. X X Þrír stórir miðar með orðunum HEITT, KALT og VOLGT. X X Auður veggur eða tafla. X X Ljósrit eða glæra. Undirbúningur ■ Skiptið töflunni eða veggnum í þrennt og merkið reitina með HEITT-KALT-VOLGT á hvern hluta. Ljósritið blaðið í hjálpargögnunum eða setjið á glæru. Aðferð 1. Afhendið þátttakendum 5-6 minnismiða. 2. Biðjið þátttakendur að hugsa sér dæmi um viðkvæm álitamál og skrifa þau á miðana, eitt dæmi á hvern miða. Skráið allt, ekkert eitt dæmi er réttara en annað. 3. Hvetjið þátttakendur til að hugleiða hvernig þeim myndi líða að ræða við nemendur um álitamálin sem þeir skrifuðu niður. 4. Þátttakendur flokka álitamál sín á töfluna eftir því hvernig þeim líður með að fjalla um þau í skólastofunni – Kalt ef þeim finnst þetta lítið mál, heitt ef málefnið reynist erfitt og volgt fyrir hvorki né. 5. Gefið þátttakendum nokkrar mínútur til að skoða miðana sem aðrir þátttakendur hafa sett á töfluna, fáið jafnvel einhvern til að lesa alla miðana upp. 6. Undirbúið þátttakendur fyrir umræður Umræður ■ Afhendið ljósritin eða notið glæru og stýrið umræðum um áskoranir þegar umdeild og erfið málefni eru rædd í skólastofunni Ábending Best er að hafa þögn á meðan á æfingunni stendur, það hjálpar þátttakendum að velta fyrir sér sínum eigin áhyggjum og kvíða án þess að verða fyrir áhrifum frá öðrum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=