Viðkvæm álitamál og nemendur

Verkefni með æfingum Bls. 35 VERKEFNI 1.3: TILFINNINGATRÉÐ (BLOB TREE) ■ Ígrundun er mikilvægur þáttur í fagþróun kennara. Þessari æfingu er ætlað að hjálpa þátttakendum að ígrunda og greina tilfinningar sínar í upphafi námskeiðsins. Markmið ■ Að hjálpa þátttakendum að ígrunda og skrá tilfinningar sínar í byrjun námskeiðsins. Hæfniviðmið ■ Að þátttakendur geti: X X Áttað sig á eigin styrkleikum og veikleikum þegar kemur að því að taka viðkvæm álitamál til kennslu. Tími ■ 10 mínútur Gögn X X Eintök af tilfinningatrénu Undirbúningur ■ Ljósritið eintök af tilfinningatrénu, eitt fyrir hvern þátttakanda ( blobtree.com – The Blob Tree). Aðferð 1. Dreifið eintökum af tilfinningatrénu. 2. Biðjið þátttakendur að horfa á blaðið í stutta stund og ákveða hvaða karakter sýni best hvernig þeim líður á þessari stundu í sambandi við námskeiðið og hvernig þeir haldi að þeim muni ganga að ræða við nemendur um þau viðkvæmu álitamál sem þegar hafa verið nefnd. Þeir eiga síðan að lita eða dekkja þann sem þeir völdu. 3. Gefið stutta stund til að þátttakendur geti rætt sín á milli um hvað þeir völdu en ítrekið að þeir þurfi þess ekki frekar en þeir vilji. 4. Útskýrið að í lok námskeiðsins muni þeir skoða tilfinningatréð aftur og athuga hvort tilfinningar þeirra hafi breyst.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=