Viðkvæm álitamál og nemendur

Tími ágreinings og nemendur Bls. 34 Aðferð 1. Stillið upp stólum um herbergið, tveir og tveir saman hvor á móti öðrum. 2. Segið þátttakendum að þeir muni hlusta á tónlist. Þeir eigi að ganga eða dansa um herbergið þegar tónlistin hljómar en þegar hún stoppar eigi þeir að setjast á stólinn sem er næstur þeim, tveir og tveir saman. Leiðbeinandinn les staðhæfingu. Sá sem er seinni að setjast fær 30 sekúndur til að segja hinum skoðanir sínar á staðhæfingunni en sá sem hlustar á ekki að segja neitt á meðan og ekki gefa neitt til kynna um skoðanir sínar á málinu. Síðan fær hann 30 sekúndur til að tjá sig. 3. Tónlistin spiluð, stöðvuð og næsta staðhæfing lesin. 4. Endurtekið nokkrum sinnum. 5. Einnig er hægt að biðja þátttakendur um að koma með hugmyndir að staðhæfingum um viðkvæm álitamál. 6. Að loknum leiknum raða þátttakendur stólunum í hring (eða raða stólunum aftur eins og þeir voru). 7. Umræður. Ábending Sumir þátttakendur gætu haft áhyggjur af því að þurfa að segja frá eigin skoðunum fyrir framan aðra (sem er lærdómur í sjálfu sér). Segið þeim að þeir þurfi aðeins að gera þetta sem hluta af æfingunni. Þeir muni aðeins tala við einn í einu og verði ekki dæmdir út frá skoðunum sínum. Útskýrið fyrir þeim að það sé mikilvægt fyrir þá að vera settir í þessa stöðu og að þurfa að höndla þær tilfinningar sem upp kunna að koma þegar viðkvæm álitamál eru rædd í skólanum. Umræður ■ Hvernig leið þátttakendum, hvaða tilfinningar kviknuðu og hvað má læra af leiknum um það hvernig taka má á viðkvæmum álitamálum með nemendum? Hvað finnst þeim um að gera ráð fyrir því að nem- endur tjái skoðanir sínar fyrir framan bekkinn? Hvers konar bekkjarandi gæti best stuðlað að því og hvernig sköpum við hann? Gætu bekkjarreglur hjálpað til? Ábending Ekki hafa umræðurnar of langar á þessu stigi. Betri tími verður gefinn síðar í frekari umræður og ígrundun. (Æfingin er aðlöguð frá http: /www.anti-bias-netz.org/)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=