Viðkvæm álitamál og nemendur

Verkefni með æfingum Bls. 33 VERKEFNI 1.2: STÓLALEIKURINN ■ Opinber umræða um viðkvæm álitamál er oft lituð sterkum tilfinningum. Mjög sterkar skoðanir geta tengst sjálfsmynd okkar. Þess vegna er ákveðin hætta á að við lítum á andstæðar skoðanir sem árásir á okkur persónulega og við þorum jafnvel ekki eða skömmumst okkur fyrir að tjá skoðanir okkar við fólk sem við ekki þekkjum eða treystum. Þessari æfingu er ætlað að hjálpa þátttakendum að skoða breidd til- finninga í tengslum við viðkvæm álitamál og áhrif þeirra á bekkjarandann og bekkjarstjórnun. Æfingunni er einnig ætlað að vera ísbrjótur til að þátttakendur kynnist betur. Markmið ■ Að kanna hvaða tilfinningar vakna þegar viðkvæm álitamál eru rædd og áhrif þeirra á bekkjaranda og bekkjarstjórnun. Hæfniviðmið ■ Að þátttakendur geti: X X Verið meðvitaðir um og komið auga á hvaða tilfinningar vakna þegar rætt er um viðkvæm álitamál. X X Verið meðvitaðir um áhrifin á bekkjaranda og bekkjarstjórnun. Tími ■ 20-25 mínútur Gögn X X Listi yfir viðkvæm álitamál. X X Tónlist. Undirbúningur ■ Finnið 5-6 fullyrðingar um viðkvæm álitamál, helst einhverjar sem kveikja tilfinningar hjá þátttak- endum og skiptar skoðanir eru um. Enn fremur fullyrðingar sem ætla má að veki áhuga nemenda. Dæmi um umræðuefni X X Það er of mikil áhersla á réttindi barna í stað þess að leggja áherslu á ábyrgð þeirra og skyldur. X X 16 ára unglingar ættu að hafa kosningarétt. X X Umsókn um aðild að Evrópusambandinu eru sóun á tíma og fjármunum og ætti aldrei að koma til greina á Íslandi. X X Foreldrar ættu að hafa rétt til að slá börnin sín. X X Kjarnorkuvopn eru nauðsynleg forvörn til að tryggja frið í heiminum. X X Það ætti að taka upp dauðarefsingar fyrir ofbeldi öfgahópa. X X Dýr ættu að hafa sama rétt og manneskjur. X X Leyfa ætti líknardráp í stað þess að ákæra vegna þess. X X Foreldrar ættu að geta„hannað“ börnin sín, það er réttur neytandans að geta valið hvernig barn hann vill eignast. X X Hinir ríku ættu að borga lægri skatta af því að þeir skapa auð sem veitir fleira fólki atvinnu. X X Flæði fólks á milli landa ætti að vera ótakmarkað. X X Jafnrétti snýst fyrst og fremst um réttindi kvenna en ekki karla. X X Lögleiða ætti kannabis. X X Kynvitund mótast af samfélaginu en ekki eðli. X X Stjórnmálamenn eru bara í þessu fyrir sjálfa sig. X X Fólk sem reykir eða er í yfirþyngd ætti að borga meira fyrir heilbrigðisþjónustu en aðrir. X X Umræðan um lögbindingu mannréttinda og jafnréttis er komin í algjörar öfgar og hefur snúist upp í andhverfu sína. X X Öll salerni ættu að vera kynhlutlaus (íslensk viðbót). X X Innleiðing nýs námsmats hefur gengið vonum framar (íslensk viðbót). X X Samræmdu prófin eiga fullan rétt á sér (íslensk viðbót).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=