Viðkvæm álitamál og nemendur

Tími ágreinings og nemendur Bls. 32 Níu rök fyrir því að taka viðkvæm álitamál fyrir í skólum: 1. Viðkvæm álitamál eru í eðli sínu mjög mikilvæg málefni í þjóðfélaginu. Það ætti að vera hluti af samfélagsfræðinámi ungs fólks að læra um þau. 2. Hluti af lýðræðisferlinu er að rökræða viðkvæm álitamál. það sem hjálpar ungu fólki að öðlast mikilvæga borgaralega hæfni, til dæmis víðsýni, forvitni, vilja til að skilja aðra, umburðarlyndi og leikni í lýðræðislegri rökræðu og friðsamlegri lausnaleit. 3. Stöðugt streymi upplýsinga dynur á ungu fólki í gegnum nútímasamskiptatækni, Twitter, Facebook o.s.frv. Unga fólkið þarf aðstoð við að meta allar þessar upplýsingar. 4. Fjölmiðlaumfjöllun um viðkvæm álitamál er oft hlutdræg og villandi . Þess vegna er það beinlínis skylda skólanna að tryggja að ungt fólk öðlist traustan skilning á málefnum sem varða tilveru þeirra. 5. Stöðugt koma upp ný viðkvæm álitamál . Ef ungt fólk lærir hvernig á að takast á við þau núna verður það betur í stakk búið til að takast á við þau aftur í framtíðinni. 6. Til að kynna sér viðkvæm álitamál þarf gagnrýna hugsun og leikni í að greina mál. Þetta hjálpar ungu fólki til að meta upplýsingar og koma auga á hlutdrægni og taka rökstudda afstöðu. 7. Það getur haft jákvæð áhrif á persónulega og tilfinningalega þróun ungs fólks að fjalla um viðkvæm álitamál. Það hjálpar því að skilja tilfinningar sínar og skilgreina gildismat. Enn fremur að verða betri námsmenn og sjálfstæðir einstaklingar. 8. Þegar fjallað er um viðkvæm álitamál er tekist á um raunveruleikann og nútímamálefni , það auðgar lýðræðis- og mannréttindakennslu. 9. Nemendur vekja oft máls á viðkvæmum álitamálum óháð því sem verið er að kenna. Það er augljóslega betra fyrir kennara að vera vel undirbúnir og reiðubúnir að taka þau til umfjöllunar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=