Viðkvæm álitamál og nemendur

Verkefni með æfingum Bls. 31 Aðferð 1. Setjið skilgreiningu á viðkvæmum álitamálum á glæru (sjá nánar í gögnum með verkefninu). Sýnið dæmi um viðkvæm álitamál úr samtímanum sem falla undir þessa skilgreiningu, bæði langvarandi álitamál og mjög nýleg. Færið rök fyrir því af hverju ræða á þessi álitamál í skólum. 2. Spyrjið þátttakendur hvaða rök þeim finnist vega þyngst. Fáið nokkur svör svo þið getið metið hvar hópurinn stendur í upphafi. 3. Dragið saman og bendið á að þó að sterk rök séu fyrir því að fjalla um viðkvæm álitamál í skólum geti verið erfitt að gera það. Komið með tillögur að kennsluaðferðum og leiðum sem gott er að nota. Tillögur Ef tími er nægur er hægt að nota hópverkefni sem kallast Diamond 9 eða Tígulnía á íslensku til að örva umræður um ávinning þess að fjalla um viðkvæm álitamál. Skrifið rökin á níu spjöld og raðið þátttakendum í smærri hópa. Hóparnir ræða um þá röksemd sem stendur á spjaldinu og raða spjöldunum síðan upp þannig að þau myndi tígul, þar sem rökin sem flestir eru sammála um eru efst en neðst þau sem fæstir eru sammála um. Ábending Þetta er góður tími til að segja frá handbókinni og þeim áskorum og spurningum sem hún tekur á. VERKEFNI 1.1: HJÁLPARGÖGN Skilgreining og listi yfir viðkvæm álitamál. Viðkvæm álitamál eru: Málefni sem vekja sterkar tilfinningar og skiptar skoðanir eru um. Listi yfir viðkvæm álitamál.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=