Viðkvæm álitamál og nemendur

Tími ágreinings og nemendur Bls. 30 1. HLUTI: INNGANGUR VERKEFNI 1.1: INNGANGUR ■ Um alla Evrópu hefur náðst vaxandi samstaða um að þjálfun í að takast á við viðkvæm álitamál sé mikil- vægur þáttur í lýðræðis- og mannréttindakennslu. Það eflir sjálfstæða hugsun og eflir fjölmenningarlega samræðu, umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum. Einnig að skoða umfjöllun fjölmiðla á gagnrýnan hátt og hæfnina til að leysa ágreining á lýðræðislegan hátt án þess að beita ofbeldi. Þessari æfingu er ætlað að kynna fyrir þátttakendum hugtakið viðkvæmt álitamál eins og það er skilgreint í samtímafræðum. Enn fremur hvers konar mál falla undir hugtakið og rökin fyrir að taka viðkvæm álitamál til umfjöllunar í skólum. Markmið ■ Að kynna hugtakið viðkvæm álitamál og íhuga rökin fyrir að fjalla um þau í skólum. Hæfniviðmið ■ Að þátttakendur geti: X X Skilgreint hugtakið „viðkvæm álitamál“. X X Komið auga á samtíma málefni sem falla undir þá skilgreiningu. X X Verið meðvitaðir um og skilið ólík rök fyrir því að fjallað sé um viðkvæm álitamál í skólum. Tími ■ 20 mínútur Gögn X X Glærur. X X Tölva og skjávarpi. Undirbúningur ■ Útbúið glærukynningu um viðkvæm álitamál og hvers vegna umfjöllun um þau er mikilvæg í lýð- ræðis- og mannréttindakennslu. Í kynningunni ætti að vera: X X Skilgreining á hugtakinu „viðkvæm álitamál“. X X Dæmi um nokkur samtíma álitamál. X X Listi yfir rök fyrir því að fjalla um viðkvæm álitamál í skólum. ■ Skilgreining á viðkvæmum álitamálum, tillögur að dæmum og rökum má finna í hjálpargögnum með verkefnalýsingunni. Ábending Ekki er ólíklegt að þátttakendur dragi þá ályktun af heiti námskeiðsins að ætlunin sé að taka á einhverju verulega umdeildu. Þess vegna er í góðu lagi að velja nokkur slík álitamál. Hafið þau fjölbreytt, bæði staðbundin og hnattræn, enn fremur einhver sem þátttakendur telja til viðkvæmra álitamála í skólasamhengi. Áhrifarík kveikja er að hafa röð af glærum sem sýna þessi álitamál á myndrænan hátt. Til dæmis fólksflutninga, öfgahyggju og radíkaliseringu, loftlagsbreytingar, kyn- bundið ofbeldi, kynvitund, réttindi homma og lesbía, pólitísk mótmæli, ofbeldi í skólum, tilraunir með dýr og erfðabreytt matvæli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=