Viðkvæm álitamál og nemendur
Tími ágreinings og nemendur Bls. 28 HLUTVERK ÞESS SEM ANNAST UNDIRBÚNING KENNARA H lutverk þess sem annast fræðsluna fyrir kennara er að leiðbeina þátttakendum í gegnum verkefnin og æfingarnar í handbókinni. Enn fremur að undirbúa og finna gögn, beina verkefnunum að áhuga og þörfum þátttakenda, gæta tímans og tryggja að allir nái hæfniviðmiðunum. ■ Áríðandi er að hafa í huga að ekki á að segja kennurum hvernig þeir eigi að kenna , það er þeirra að ákveða það. Hins vegar getur leiðbeinandinn hjálpað þeim að gera sér grein fyrir hvað aðferðirnar sem þeir velja geta haft í för með sér, til dæmis að taka ekki afstöðu þegar nemendur ræða málin. ■ Leiðbeinandinn ætti að taka það skýrt fram í upphafi að hann hafi engin dulin markmið (hidden agenda). Hans hlutverk sé einungis að leiða þátttakendur í gegnum verkefnin og æfingarnar. Enn fremur að hvorki sé ætlunin að breyta skoðunum þátttakenda né dæma þá, hvort sem þeir hafa skoðanir á málefnunum eða ekki. Leiðbeinandinn á þvert á móti að spyrja þátttakendur hvaða skoðun þeir hafi eða reynslu af málefninu og skapa tækifæri fyrir þá til að skiptast á skoðunum. ■ Ekki er ólíklegt að þátttakendur vænti þess að leiðbeinandinn hafi upplýsingar um tiltekin álitamál eða krefji hann um þær . Til dæmis um útbreiðslu róttækra íslamista, um fjölda innflytjenda (löglegra og ólöglegra) á milli Evrópulanda, um deilu Ísraela og Palestínumanna eða vísindarannsóknir á loftlagsbreytingum. Fái leiðbeinandinn slíkar spurningar ætti hann kurteislega að útskýra að tilgangur námskeiðsins sé að kanna þær aðferðir sem nota megi um hvaða málefni sem er, ekki að greina ítarlega eitthvert tiltekið álitamál. Það er óhugsandi að leiðbeinandi geti útvegað fullnægjandi upplýsingar fyrir alla þátttakendur. Að auki mætti benda á að þó að gott sé að sannreyna staðreyndir þá sé ekki æskilegt að reiða sig um of á þær. „Staðreyndir“ geta verið óáreiðanlegar og/eða umdeildar . Þó að það væri æskilegt þá væri aldrei hægt að safna saman öllum staðreyndum máls. Frekar skal leggja áherslu á að hægt sé að kynna umdeild mál á viðunandi hátt þó að fullnægjandi upplýsingar vanti . 1. HLUTI: KYNNING Á VIÐKVÆMUM ÁLITAMÁLUM Verkefni Viðfangsefni Aðferð Hæfniviðmið Tími 1.1 Inngangur Hvað eru „við- kvæm álitamál“ og hvers vegna eru þau mikilvæg? Glærukynning Geti skilgreint hug- takið „viðkvæm álitamál“, komið auga á dæmi úr sam- tímanum og rök fyrir því að fjalla um þau með nemendum 20 mínútur 1.2 Stólaleikur Ólíkar tilfinningar í tengslum við við- kvæm álitamál Paraverkefni til að kanna við- horf þátttakenda til málefna Geti verið meðvitaðir um hvaða tilfinn- ingar vakna þegar viðkvæm álitamál eru rædd og áhrif þeirra á bekkjaranda og bekkjarstjórnun 20-25 mínútur 1.3 Tilfinninga- tréð Tilfinningar þátt- takenda í byrjun námskeiðs Ígrundun skráð á blað Geti áttað sig á eigin styrkleikum og veikleikum 10 mínútur 1.4 Heitt eða kalt? Af hverju eru sum málefni umdeild? Raða atriðum á minnismiða Geti verið með- vitaðir um hvaða málefni geta orðið umdeild og hvaða áskoranir fylgja þeim 20-25 mínútur 1.5 Hvað höfum við í farteskinu? Hvernig móta skoð- anir og gildismat kennara viðhorf þeirra til við- kvæmra álitamála? Umræður í minni hópum og ígrundun Geti skilið hvernig skoðanir og gildis- mat kennara geta haft áhrif á faglega nálgun þeirra þegar þeir fjalla um við- kvæm álitamál 20-30 mínútur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=